Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kom þar upp.Viðfjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Við ræðum líka við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fagnar miklum áhuga erlendra fjárfesta á hlutabréfum í Íslandsbanka. Útboðið í bankanum var sögulegt.

Við segjum frá því að skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði.

Fjöldabólusetning Íslendinga hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Erlendir sérfræðingar gerðu sér ferð til landsins á dögunum, gagngert til að skoða fyrirkomulagið.

Við verðum líka í beinni úr miðbænum þar sem verið er að undirbúa hátíðarhöld morgundagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×