Týnda prinsessan í fríi á Spáni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 15:54 Hér má sjá þær Sioned Taylor og Latifu, að því er virðist á flugvelli á Spáni. Skjáskot Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. Miklar áhyggjur um líf og heilsu Latifu hafa verið uppi undanfarna mánuði, í raun allt frá því í febrúar þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún segir að sér sé haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræðist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að fá haldbær sönnunargögn um það að prinsessan sé á lífi. Myndina birti Sioned Taylor, sem hefur verið vinkona Latifu um árabil, á Instagram-reikningi sínum. Þetta er þriðja myndin sem hún birtir frá því um miðjan maí sem talin er vera af prinsessunni. View this post on Instagram A post shared by Sioned (@shinnybryn) „Frábært frí í Evrópu með Latifu,“ skrifar Taylor í yfirskrift myndarinnar. „Við skemmtum okkur vel!“ Konurnar tvær bera báðar grímur fyrir vitum á myndinni og netverjar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu líklega staddar á Barajas flugvellinum í Madríd á Spáni. Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Hún gerði tilraun í febrúar 2018 til að flýja landið á báti en undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum í þyrlu og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu fyrir flóttann sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Sameinuðu arabísku furstadæmin Spánn Tengdar fréttir Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Miklar áhyggjur um líf og heilsu Latifu hafa verið uppi undanfarna mánuði, í raun allt frá því í febrúar þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún segir að sér sé haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræðist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að fá haldbær sönnunargögn um það að prinsessan sé á lífi. Myndina birti Sioned Taylor, sem hefur verið vinkona Latifu um árabil, á Instagram-reikningi sínum. Þetta er þriðja myndin sem hún birtir frá því um miðjan maí sem talin er vera af prinsessunni. View this post on Instagram A post shared by Sioned (@shinnybryn) „Frábært frí í Evrópu með Latifu,“ skrifar Taylor í yfirskrift myndarinnar. „Við skemmtum okkur vel!“ Konurnar tvær bera báðar grímur fyrir vitum á myndinni og netverjar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu líklega staddar á Barajas flugvellinum í Madríd á Spáni. Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Hún gerði tilraun í febrúar 2018 til að flýja landið á báti en undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum í þyrlu og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu fyrir flóttann sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Spánn Tengdar fréttir Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15
Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26
Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07