Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði.
Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.
Þá hittum við handahjólreiðamaðurinn Arnar Helga Lárusson sem er kominn í mark eftir 400 kílómetra leið og nítján ára fréttafíkil sem hefur stofnað nýjan miðil á samfélagsmiðlinum Instagram.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.