Dagsgömlum hitametum splundrað Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 08:47 Fólk beitir ýmsum brögðum til að umbera hitann í Seattle. Melvin O'Brien fékk sér sæti í forsælunni undir tré með blauta tusku á höfði á meðan börnin hans léku sér í gosbrunni. AP/John Froschauer Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. Meira en áttatíu ára gamalt hitamet Kanada féll fyrst í Lytton í Bresku Kólumbíu á sunnudag þegar hitinn þar mældist 46,6°C. Það stóð ekki lengi því strax í gær var það bætt um 1,3 gráður, að sögn Veðurstofu Bresku Kólumbíu. Lytton has again broken the all-time Canadian high temperature record by reaching 47.9C today. The summary of all broken records today in BC - https://t.co/LbdCrmEJB1 #bcstorm #Lytton— ECCC Weather British Columbia (@ECCCWeatherBC) June 29, 2021 Staðbundin hitamet voru einnig slegin víða annars staðar í Bresku Kólumbíu og oft með miklum mun. Í Abbotsford, rétt austan við Vancouver, sýndi hitamælirinn 42,9°C, meira en tíu gráðum heitara en fyrra hitamet svæðisins frá 2008. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna var hitinn einnig þrúgandi og féllu metin þar í hrönnum. Í Seattle í Washington mældist hitinn 42°C undir kvöld í gær, um tveimur gráðum hærra en metið yfir hæsta hita sem þar hefur mælst sem var sett daginn á undan. Í Portland í Oregon fór hitinn upp í 46,6°C í gær sem var í þriðja skipti á þremur dögum sem nýtt hitamet var sett þar. Hitabylgjan er sögð sérstaklega óvanalega en íbúar á svæðinu eru vanari mildu veðri. Meðalhiti í Seattle á þessum árstíma er þannig um 21°C. AP-fréttastofan segir að innan við helmingur borgarbúa sé með loftkælingu heima hjá sér. „Okkur var ekki ætlað þetta. Þetta er upphafið að varanlegu neyðarástandi. Við verðum að takast á við rót þessa vandamáls sem eru loftslagsbreytingar,“ sagði Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis. Veðurfræðingar segja að orsök hitabylgjunnar nú sé mikið hæðarsvæði yfir norðvestanverðri Norður-Ameríku og að hnattræn hlýnun af völdum manna ágeri hana enn. „Í heimi án loftslagsbreytinga hefði þetta samt verið gríðarlega öfgafull hitabylgja. Þessi er verri en sams konar atburður hefði verið fyrir fimmtíu árum og vel merkjanlega,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Climate-hugveitunni. Hann bendir á að meðalhiti svæðisins hafi hækkað um 1,7°C síðustu hálfa öldina. Bandaríkin Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Meira en áttatíu ára gamalt hitamet Kanada féll fyrst í Lytton í Bresku Kólumbíu á sunnudag þegar hitinn þar mældist 46,6°C. Það stóð ekki lengi því strax í gær var það bætt um 1,3 gráður, að sögn Veðurstofu Bresku Kólumbíu. Lytton has again broken the all-time Canadian high temperature record by reaching 47.9C today. The summary of all broken records today in BC - https://t.co/LbdCrmEJB1 #bcstorm #Lytton— ECCC Weather British Columbia (@ECCCWeatherBC) June 29, 2021 Staðbundin hitamet voru einnig slegin víða annars staðar í Bresku Kólumbíu og oft með miklum mun. Í Abbotsford, rétt austan við Vancouver, sýndi hitamælirinn 42,9°C, meira en tíu gráðum heitara en fyrra hitamet svæðisins frá 2008. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna var hitinn einnig þrúgandi og féllu metin þar í hrönnum. Í Seattle í Washington mældist hitinn 42°C undir kvöld í gær, um tveimur gráðum hærra en metið yfir hæsta hita sem þar hefur mælst sem var sett daginn á undan. Í Portland í Oregon fór hitinn upp í 46,6°C í gær sem var í þriðja skipti á þremur dögum sem nýtt hitamet var sett þar. Hitabylgjan er sögð sérstaklega óvanalega en íbúar á svæðinu eru vanari mildu veðri. Meðalhiti í Seattle á þessum árstíma er þannig um 21°C. AP-fréttastofan segir að innan við helmingur borgarbúa sé með loftkælingu heima hjá sér. „Okkur var ekki ætlað þetta. Þetta er upphafið að varanlegu neyðarástandi. Við verðum að takast á við rót þessa vandamáls sem eru loftslagsbreytingar,“ sagði Jay Inslee, ríkisstjóri Washington-ríkis. Veðurfræðingar segja að orsök hitabylgjunnar nú sé mikið hæðarsvæði yfir norðvestanverðri Norður-Ameríku og að hnattræn hlýnun af völdum manna ágeri hana enn. „Í heimi án loftslagsbreytinga hefði þetta samt verið gríðarlega öfgafull hitabylgja. Þessi er verri en sams konar atburður hefði verið fyrir fimmtíu árum og vel merkjanlega,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Climate-hugveitunni. Hann bendir á að meðalhiti svæðisins hafi hækkað um 1,7°C síðustu hálfa öldina.
Bandaríkin Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16