Kærir fjölmiðlanefnd fyrir að hlíta ekki eigin reglum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 14:12 Hafliði telur það skjóta skökku við að Fjölmiðlanefnd vilji skikka þá sem reka hlaðvörp til að skrá sig sem fjölmiðla þegar Fjölmiðlanefnd telur ekki ástæðu til að gera það með sitt eigið hlaðvarp sem heitir Fjórða valdið. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar. visir/Egill/HEIÐA DÍS BJARNADÓTTIR Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri fótbolti.net, hefur sent inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þess sem hann telur óásættanlega og mótsagnakennda framgöngu fjölmiðlanefndar. Umkvörtun Hafliða snýr að því að fjölmiðlanefnd, sem hefur velgt ýmsum sem halda úti hlaðvarpi undir uggum með því að krefjast þess að þeir skrái hlaðvarp sitt sem fjölmiðil, hafi nú sjálf stofnað til hlaðvarps. Og sé þar með komið í samkeppni við þá sem nefndin vill skilgreina sem fjölmiðla og það sem meira er; þá hafi nefndin látið undir höfuð leggjast að skrá sitt eigið hlaðvarp sem slíkt. Það er svo kaldhæðnislegt að hlaðvarp sitt hefur fjölmiðlanefnd kosið að kalla „Fjórða valdið“. Í bréfi Hafliða til Umboðsmanns er tíundað að fjölmiðlanefnd hafi það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með fjölmiðlum hefur stofnað sinn eigin fjölmiðil í hlaðvarpi sem er út fyrir hennar hlutverk. Nefndin hafi ekki sinnt skyldum sínum að skrá þann fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Hún hafi svo þann 25. mái síðastliðinn ráðið til starfamann úr fjölmiðlageiranum sem heldur úti hlaðvarpinu í nafni nefndarinnar. „Með þessu er nefndin komin í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún á að veita eftirlit og þar með komin langt út fyrir sitt hlutverk,“ segir meðal annars í bréfi Hafliða. Hafliði segir ljóst að starfsmaður sá sem heldur „Fjórða valdinu“ fyrir hönd Fjölmiðlanefndar starfi hjá nefndinni og þar með er skýrt í reglum nefndarinnar að skrá skuli hlaðvarpið sem fjölmiðil á vef hennar. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skilaboðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett fordæmi og verið fyrsta hlaðvarpið á skrá hjá Fjölmiðlanefnd.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Umkvörtun Hafliða snýr að því að fjölmiðlanefnd, sem hefur velgt ýmsum sem halda úti hlaðvarpi undir uggum með því að krefjast þess að þeir skrái hlaðvarp sitt sem fjölmiðil, hafi nú sjálf stofnað til hlaðvarps. Og sé þar með komið í samkeppni við þá sem nefndin vill skilgreina sem fjölmiðla og það sem meira er; þá hafi nefndin látið undir höfuð leggjast að skrá sitt eigið hlaðvarp sem slíkt. Það er svo kaldhæðnislegt að hlaðvarp sitt hefur fjölmiðlanefnd kosið að kalla „Fjórða valdið“. Í bréfi Hafliða til Umboðsmanns er tíundað að fjölmiðlanefnd hafi það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með fjölmiðlum hefur stofnað sinn eigin fjölmiðil í hlaðvarpi sem er út fyrir hennar hlutverk. Nefndin hafi ekki sinnt skyldum sínum að skrá þann fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd. Hún hafi svo þann 25. mái síðastliðinn ráðið til starfamann úr fjölmiðlageiranum sem heldur úti hlaðvarpinu í nafni nefndarinnar. „Með þessu er nefndin komin í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún á að veita eftirlit og þar með komin langt út fyrir sitt hlutverk,“ segir meðal annars í bréfi Hafliða. Hafliði segir ljóst að starfsmaður sá sem heldur „Fjórða valdinu“ fyrir hönd Fjölmiðlanefndar starfi hjá nefndinni og þar með er skýrt í reglum nefndarinnar að skrá skuli hlaðvarpið sem fjölmiðil á vef hennar. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skilaboðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett fordæmi og verið fyrsta hlaðvarpið á skrá hjá Fjölmiðlanefnd.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira