Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 10:45 Guðrún Aspelund, yfirlæknir sóttvarnasviðs Embættis landlæknis, varar við því að börn ferðist til útlanda. Vísir Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54
Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent