Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður áfram fjallað um mál læknisins sem sviptur var lækningaleyfinu fyrir að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir á sjúklingum sínum, meðal annars á börnum.

Þá verður rætt við formann stéttarfélags flugumferðarstjóra um málið sem upp kom hjá dótturfélagi Isavia en tveir flugumferðarstjórar hafa verið sakaðir um að nauðga samstarfsfélaga sínum sem var í starfsnámi hjá fyrirtækinu.

Einnig verður rætt við Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar en nokkrir alþingismenn sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×