Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 13:53 Diljá Sigurðardóttir og Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Aðsend/Vísir/Egill Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð. Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný. Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný.
Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira