Hafðar voru uppi ákveðnar efasemdir innan ríkisstjórnarinnar um þörfina á aðgerðunum um tillögu sóttvarnalæknis um að skylda Íslendinga í skimun við komu til landsins. Við heyrum í dómsmálaráðherra í fréttatímanum.
Í fréttatímanum verður rætt við Sýrlensk hjón sem segja að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli. Hjónin óttast um framtíð ungrar dóttur sinnar og ófædds barns.
Formaður Landssambands smábátaeigenda segir brottkast virðast stærra vandamál í sjávarútvegi en margir hafa hingað til haldið fram. Þótt drónar Fiskistofu hafi náð að fanga vandann þurfi að bæta aðferðir stofnunarinnar.
Við verðum í beinni útsendingu frá Kópaskeri þar sem Kristján Már Unnarsson fréttamaður segir okkur frá mikilli uppbyggingu sviði fiskeldis.
Þá segjum við frá metnaðarfullri leikmynd í Víðinesi á Kjalarnesi, þar sem við fyrstu sýn virðist sem svo að rekin sé lögreglustöð og sjúkrahús. Hið rétta er þó að á svæðinu er verið að leggja lokahönd á tökur á einu stærsta kvikmyndaverkefni ársins hér á landi.