Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 20:00 María Dögg Nelson og Ingibjörg Edda Snorradóttir ásamt kærustum sínum. Aðsendar Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við Covid-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Það má því ætla að fjöldi kvenna sem orðið hafi ófrískar síðustu mánuði sé óvarður gegn veirunni. Tvær óbólusettar konur sem báðar eru langt komnar með sitt fyrsta barn hafa haldið sig til hlés og gripið til ýmissa ráðstafana til að verjast veirunni. „Ég er byrjuð að ganga aftur með grímu og ég og kærastinn minn erum búin að vera að reyna að halda okkur til hlés, slepptum því að fara í þrítugsafmæli sem okkur var boðið í eftir að þessi smit komu upp og hann er með grímu í vinnunni, þótt að hann sé bólusettur,“ segir María Dögg Nelson, leikkona og framkvæmdastjóri. Spennt fyrir „Íslandsbúbblunni“ Þá hafi hún fundið fyrir hræðsu, verandi óvarin. „Auðvitað er maður náttúrulega hræddari því maður veit ekkert hvaða áhrif það hefði, bæði bara að fá háan hita er ekki sniðugt þegar þú ert komin þetta langt á leið og maður veit ekki hvaða áhrif það hefði á barnið,“ segir María. Ástandið núna hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég er alveg mjög hissa og maður var byrjaður að venjast því að lífið væri byrjað að verða gott. Ég er nýflutt heim frá Danmörku og var spennt að komast í „Íslandsbúbbluna“ en nú er maður að verða óöruggari aftur,“ segir Ingibjörg Edda Snorradóttir, tölvunarfræðingur. Hræddar við aðgerðir Aðgerðir á borð við þær sem í gildi voru á Landspítala þegar faraldurinn var í hámarki í fyrra hræði þær einnig. „Ég er mjög kvíðin fyrir því og ég vona innilega að maður geti fengið maka sinn með á fæðingarstað allan tímann,“ segir Ingibjörg. „Ég er aðallega hrædd um að það komi eitthvað upp í tengslum við fæðinguna sjálfa, annað hvort að ég verði komin með Covid þegar að því kemur eða það verði komnar hertari aðgerðir. Þeim mun nær settum degi þeim mun óöruggari verður maður, sérstaklega ef ástandið er eins og það er núna,“ segir María. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við Covid-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Það má því ætla að fjöldi kvenna sem orðið hafi ófrískar síðustu mánuði sé óvarður gegn veirunni. Tvær óbólusettar konur sem báðar eru langt komnar með sitt fyrsta barn hafa haldið sig til hlés og gripið til ýmissa ráðstafana til að verjast veirunni. „Ég er byrjuð að ganga aftur með grímu og ég og kærastinn minn erum búin að vera að reyna að halda okkur til hlés, slepptum því að fara í þrítugsafmæli sem okkur var boðið í eftir að þessi smit komu upp og hann er með grímu í vinnunni, þótt að hann sé bólusettur,“ segir María Dögg Nelson, leikkona og framkvæmdastjóri. Spennt fyrir „Íslandsbúbblunni“ Þá hafi hún fundið fyrir hræðsu, verandi óvarin. „Auðvitað er maður náttúrulega hræddari því maður veit ekkert hvaða áhrif það hefði, bæði bara að fá háan hita er ekki sniðugt þegar þú ert komin þetta langt á leið og maður veit ekki hvaða áhrif það hefði á barnið,“ segir María. Ástandið núna hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég er alveg mjög hissa og maður var byrjaður að venjast því að lífið væri byrjað að verða gott. Ég er nýflutt heim frá Danmörku og var spennt að komast í „Íslandsbúbbluna“ en nú er maður að verða óöruggari aftur,“ segir Ingibjörg Edda Snorradóttir, tölvunarfræðingur. Hræddar við aðgerðir Aðgerðir á borð við þær sem í gildi voru á Landspítala þegar faraldurinn var í hámarki í fyrra hræði þær einnig. „Ég er mjög kvíðin fyrir því og ég vona innilega að maður geti fengið maka sinn með á fæðingarstað allan tímann,“ segir Ingibjörg. „Ég er aðallega hrædd um að það komi eitthvað upp í tengslum við fæðinguna sjálfa, annað hvort að ég verði komin með Covid þegar að því kemur eða það verði komnar hertari aðgerðir. Þeim mun nær settum degi þeim mun óöruggari verður maður, sérstaklega ef ástandið er eins og það er núna,“ segir María.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira