Á heimasíðu CDC er Bandaríkjamönnum sagt að forðast ferðalög til Íslands en séu þau nauðsynleg sé mikilvægt að vera fullbólusettur áður en lagt er af stað. Vegna ástandsins hér séu jafnvel fullbólusettir í hættu á að fá og dreifa Covid-19.
Hér sé mönnum ráðlagt að bera grímu og virða tveggja metra fjarlægð frá öðrum.
Breytingin gæti mögulega haft nokkur áhrif á ferðamannaiðnaðinn á Íslandi, þar sem fjöldi Bandaríkjamanna hefur sótt landið heim á árinu.