Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 18:31 Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. sigurjón ólason Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur. „Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira