Leiðarar úr leið Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2021 18:00 Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Nú liggja 30 sjúklingar á Landspítala vegna Covid, þar af 7 í lífshættu á gjörgæslu, flestir þeirra í öndunarvél. Fjórir gjörgæslusjúklinganna eru fullbólusettir. Af þeim 73 sjúklingum sem lagst hafa inn í fjórðu bylgju faraldursins hafa 2/3 verið bólusettir. Þetta sýnir svart á hvítu að bólusetning er engan vegin fullkomin vörn gegn alvarlegum veikindum, hvorki hér á landi né erlendis. Í sömu dagblöðum eru í dag fréttir af krítisku ástandi vegna Covid víða um heim, m.a. frá nánast fullbólusettu Ísrael og í Rússlandi hafa aldrei fleiri látist en i deiltabylgju Covid. Það að Danir og Bretar séu að aflétta takmörkunum hjá sér hefur sáralítið vægi hér á landi, enda aðstæður þar allt aðrar og þeir heldur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í fyrri bylgjum faraldursins. Vegna ástandsins nú er Landspítalinn á hættustigi og stefnir á neyðarstig - sem er full ástæða til því öll gjörgæslan í Fossvogi sinnir nú Covid-sjúklingum og hálf gjörgæslan við Hringbraut. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt og bitnar á sjúklingum sem ekki hafa Covid og þurfa hálfbráðar aðgerðir sem krefjast gjörgæslu, t.d. vegna hjartasjúkdóma og krabbameina. Bið þessara sjúklinga er vægast sagt óæskileg. Í þessum töluðu orðum er verið að kalla inn bæði hjúkrunarfræðinga og lækna úr langþráðu sumarfríi til að sinna Covid-sjúklingum sem berjast fyrir lífi sýnu. Fyrir þeim eru þessir leiðarar beiskt meðal sem er vont að kyngja - og skilaboðin úr leið. Það má heldur ekki gleymast í umræðunni að ef veirunni er sleppt lausri þá aukast likur á því að starfsfólk á LSH sýkist. Þótt veikindin yrðu líklega væg þá gætu sömu einstaklingar ekki sinnt vinnu sinni, t.d. á gjörgæslu eða í fámenn teymum eins og okkar hjarta- og heilaskurðlækna. Þar stöndum við vaktina allan sólarhringinn árið um kring og megum illa við bráðsmitandi Covid-sýningu. Vonandi mun það ekki trufla skynsamlegar ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda að stutt er í kosningar - en hingað til hafa þau haldið haus og tekið ákvarðanir sem hafa leitt okkur áfram, landi og þjóð til heilla. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Nú liggja 30 sjúklingar á Landspítala vegna Covid, þar af 7 í lífshættu á gjörgæslu, flestir þeirra í öndunarvél. Fjórir gjörgæslusjúklinganna eru fullbólusettir. Af þeim 73 sjúklingum sem lagst hafa inn í fjórðu bylgju faraldursins hafa 2/3 verið bólusettir. Þetta sýnir svart á hvítu að bólusetning er engan vegin fullkomin vörn gegn alvarlegum veikindum, hvorki hér á landi né erlendis. Í sömu dagblöðum eru í dag fréttir af krítisku ástandi vegna Covid víða um heim, m.a. frá nánast fullbólusettu Ísrael og í Rússlandi hafa aldrei fleiri látist en i deiltabylgju Covid. Það að Danir og Bretar séu að aflétta takmörkunum hjá sér hefur sáralítið vægi hér á landi, enda aðstæður þar allt aðrar og þeir heldur ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í fyrri bylgjum faraldursins. Vegna ástandsins nú er Landspítalinn á hættustigi og stefnir á neyðarstig - sem er full ástæða til því öll gjörgæslan í Fossvogi sinnir nú Covid-sjúklingum og hálf gjörgæslan við Hringbraut. Þetta ástand er algjörlega óásættanlegt og bitnar á sjúklingum sem ekki hafa Covid og þurfa hálfbráðar aðgerðir sem krefjast gjörgæslu, t.d. vegna hjartasjúkdóma og krabbameina. Bið þessara sjúklinga er vægast sagt óæskileg. Í þessum töluðu orðum er verið að kalla inn bæði hjúkrunarfræðinga og lækna úr langþráðu sumarfríi til að sinna Covid-sjúklingum sem berjast fyrir lífi sýnu. Fyrir þeim eru þessir leiðarar beiskt meðal sem er vont að kyngja - og skilaboðin úr leið. Það má heldur ekki gleymast í umræðunni að ef veirunni er sleppt lausri þá aukast likur á því að starfsfólk á LSH sýkist. Þótt veikindin yrðu líklega væg þá gætu sömu einstaklingar ekki sinnt vinnu sinni, t.d. á gjörgæslu eða í fámenn teymum eins og okkar hjarta- og heilaskurðlækna. Þar stöndum við vaktina allan sólarhringinn árið um kring og megum illa við bráðsmitandi Covid-sýningu. Vonandi mun það ekki trufla skynsamlegar ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda að stutt er í kosningar - en hingað til hafa þau haldið haus og tekið ákvarðanir sem hafa leitt okkur áfram, landi og þjóð til heilla. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun