Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður sýnt áhrifaríkt viðtal við dætur konunnar auk þess sem ítarlegra viðtal verður í fréttaauka að loknum hefðbundnum fréttatíma.
Framtíðarsýn sóttvarnalæknis er að hér verði 200 manna samkomubann, grímuskylda og fjarlægðarmörk næstu mánuði. Er það á meðal tillagna hans til ráðherra um framtíðar fyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við skemmtistaðaeiganda um tillögurnar.
Þá kemur í beina útsendingu forstjóri Lyfjastofnunar og ræðir um tilkynntar aukaverkanir bólusetninga og dræma mætingu í örvunarskammt. Einnig verður rætt við Afgana sem búsettur er á Íslandi. Hann segir fjölskyldu sína í Afganistan halda sig innandyra og tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun.
Að lokum hittum einnig röska bæjarbúa í Vestamannaeyjum sem bjarga lundapysjum og hugrakka stelpu sem lét raka af sér allt hárið og safnaði peningum til styrktar góðu málefni.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.