Við fjöllum nánar um og útskýrum nýju reglurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður rætt við afganskan mann sem óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu í Kabúl. Hann reynir nú að fá þau til Íslands.
Þá heyrum við í móður drengs með þroskaröskun sem synjað var um skólavist. Hún óttast um afdrif sonar síns þegar skólahald hefst í Reykjavík á mánudag. Hún gagnrýnir seinagang borgarinnar.
Við heimsækjum einnig íbúa á norðausturhorni landsins, sem fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem hægt er að hlusta á í beinni í spilaranum hér fyrir neðan.