Líst ekki vel á sjálfsprófin Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir segir stöðuna á Landspítalanum vera alvarlega fyrir margra hluta sakir. Ekki megi tala þessa veiru niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. „Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent