Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Forysta KSÍ er þögul sem gröfin nú þegar stjórnin er krafin um afsögn og aukaþing. Knattspyrnuhreyfingin óttast orðspor íslenskrar knattspyrnu. Stjórn KSÍ hefur setið á fundi vegna málsins síðan síðdegis í dag.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fylgst með nýjustu vendingum í beinni útsendingu frá Laugardalsvelli.

Neytendasamtökin aðstoða á annað hundruð einstaklinga á ári hverju sem telja sig hlunnfarna af verktökum. Oftast varða málin ágreining um upphæðir en milljónir króna geta verið á milli þess sem verktakinn fer fram á og þess sem kaupandinn er tilbúinn að greiða.

Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjölda nýrra nafna það sem af er ári. Maður sem hefur ávalt verið kallaður Bond er í skýjunum með að hafa fengið nafnið samþykkt. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig lítum við á æfingar geimfara í íslenskum hraunhellum og kynnum okkur fornleifauppgröft á Seyðisfirði – þar sem ýmsir áhugaverðir munir hafa komið í ljós.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×