Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Þorgils Jónsson skrifar 15. september 2021 20:12 Aly Raisman tekur í hönd Simone Biles á nefndarfundinum í dag. Þær tvær ásamt McKayla Maroney og Maggie Nichols baru vitni um misnotkun af hendi Larry Nassar, liðslækni bandaríska fimleikalandsliðsins, og slælegrar rannsóknar af hendi FBI. Saul Loeb Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. „Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra. Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
„Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra.
Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira