Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Katrín sér ekki fram á að Vinstri græn tapi ráðherrastól þrátt fyrir lakari kosningu.
Fjallað verður um fyrsta fund undirbúningskjörbréfanefndar en nefndarmenn vonast til að geta skapað breiða sátt vegna ágreinings um nýafstaðnar kosningar.
Þá fjöllum við um aðstöðuleysi Skotfélags Reykjavíkur, ræðum við nýjan þingmann um afar sjaldgæfan bíl sem hann ekur á, heyrum hljóðið í vaxtaræktarmanni sem náði góðum árangri í keppni erlendis og Magnús Hlynur hittir fyrir níræðan Selfyssing sem stendur á haus í fjórar til fimm mínútur alla morgna.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.