Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 09:03 Lögreglan í Berlín hefur nú til rannsóknar tilfelli Havana-heilkennisins. Gettty/David Hutzler Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. Meira en 200 bandarískir diplómatar og opinberir starfsmenn hafa þjáðst af heilkenninu frá því að fyrstu tilfellin komu upp árið 2016. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að komast að því hvað valdi heilkenninu og hverjir beri ábyrgð á því. Þeir sem þjáðst hafa af þessu dularfulla heilkenni hafa kvartað yfir miklum höfuðverkjum, heyrnatruflunum, höfuðþrýstingu, svima, ógleði og þreytu auk annarra einkenna. Samkvæmt frétt Der Spiegel hafa nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Berlín kvartað undan einkennum Havana-heilkennisins. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í Berlín en sagði í samtali við fréttastofu Reuters að rannsókn standi nú yfir hjá bandarískum yfirvöldum á tilfellum heilkennisins um heim allan. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna og Kanada í Havana árið 2016, og hlaut heilkennið nafn sitt af því. Síðan þá hefur fjöldi fólks kvartað undan sömu einkennum. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, í Vín í Austurríki var í síðasta mánuði látinn taka pokann sinn fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við fjölda tilfella heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í borginni. Nokkrum dögum fyrir uppákomuna í Vín hafði starfsmaður CIA ferðast með yfirmanninum til Indlands og fundið fyrir og greint frá einkennum Havana-heilkennisins. Þá var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, frá Singapúr til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, frestað fyrr í haust eftir að opinber starfsmaður Bandaríkjanna fann fyrir einkennum heilkennisins. Þrátt fyrir þennan fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn veltu því upp í fyrra að líklegasta skýringin væri örbylgjuárás, sem beint væri að starfsstöðvum Bandaríkjanna. Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Meira en 200 bandarískir diplómatar og opinberir starfsmenn hafa þjáðst af heilkenninu frá því að fyrstu tilfellin komu upp árið 2016. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að komast að því hvað valdi heilkenninu og hverjir beri ábyrgð á því. Þeir sem þjáðst hafa af þessu dularfulla heilkenni hafa kvartað yfir miklum höfuðverkjum, heyrnatruflunum, höfuðþrýstingu, svima, ógleði og þreytu auk annarra einkenna. Samkvæmt frétt Der Spiegel hafa nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Berlín kvartað undan einkennum Havana-heilkennisins. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í Berlín en sagði í samtali við fréttastofu Reuters að rannsókn standi nú yfir hjá bandarískum yfirvöldum á tilfellum heilkennisins um heim allan. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna og Kanada í Havana árið 2016, og hlaut heilkennið nafn sitt af því. Síðan þá hefur fjöldi fólks kvartað undan sömu einkennum. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, í Vín í Austurríki var í síðasta mánuði látinn taka pokann sinn fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við fjölda tilfella heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í borginni. Nokkrum dögum fyrir uppákomuna í Vín hafði starfsmaður CIA ferðast með yfirmanninum til Indlands og fundið fyrir og greint frá einkennum Havana-heilkennisins. Þá var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, frá Singapúr til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, frestað fyrr í haust eftir að opinber starfsmaður Bandaríkjanna fann fyrir einkennum heilkennisins. Þrátt fyrir þennan fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn veltu því upp í fyrra að líklegasta skýringin væri örbylgjuárás, sem beint væri að starfsstöðvum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11