Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 11:06 Skyggnið yfir bensíndælunum er 254 fermetrar. Það er úr stáli og timbri, Vísir/Vilhelm Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins. Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin. Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin.
Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira