Stundar Kveikur rannsóknarblaðamennsku? Jón Ívar Einarsson skrifar 16. október 2021 18:00 Kveikur kallar sig á ensku „investigative news program“. Bob Woodward, einn þekktasti rannsóknarblaðamaður heims, m.a. þekktur fyrir að afhjúpa Watergate hneykslið, talar um fjórar meginreglur rannsóknarblaðamennsku. Tvær þeirra eru að aðskilja eigin skoðanir frá viðfangsefninu og að ekki taka pólitíska afstöðu til umjöllunarefnisins. Eitt mikilvægasta hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum og samfélaginu í heild aðhald. Því miður markast fréttaflutningur í dag m.a. af því hver heldur um pyngjuna hjá viðkomandi fjölmiðli. Kveikur er hins vegar framleiddur af Ríkissjónvarpinu og því bjóst ég við hlutleysi og vinnubrögðum í anda Bob Woodward. Sú var þó ekki raunin. Viðtalið Arnhildur Hálfdánardóttir boðaði mig í viðtal til að ræða „fólk sem er krítískt á bóluefni og sóttvarnaaðgerðir yfirvalda“. Engar frekari skýringar voru gefnar eða hvaða spurningar yrðu lagðar fram. Arnhildur kom greinilega vel undirbúin og í viðtalinu reyndi hún ítrekað að koma mér úr jafnvægi, m.a. með því að benda á að ég hafi lækað einhver komment á Facebook. Þessi spurning rataði svo í Kveik. Hins vegar var ýmislegt annað sem gerði það ekki, t.d. þegar hún fullyrti að ekkert barn í Bandaríkjunum hefði látist af völdum covid bólusetningar. Ég svaraði eitthvað á þessa leið „hvaðan hefur þú þær upplýsingar, ertu viss?“ og þá svaraði hún eitthvað á þessa leið „ja, þetta er eitthvað sem ég hef heyrt“. Þetta var auðvitað klippt út ásamt mestu af þeirri málefnalegu umræðu sem fór fram. Ég var svo kynntur til leiks sem kvensjúkdómalæknir, sem ég er vissulega, en ég er líka með MPH (Master of Public Health) gráðu og hef verið að skoða þessi mál út frá lýðheilsufræðilegum vinkli eins og oft hefur komið fram. Viðtalið sjálft stóð í u.þ.b. 30 mínútur, en var klippt niður í um 85 sekúndur sem voru sýndar í þættinum. Það gefur augaleið að þetta gefur Kveik fullkomið frelsi til að klippa viðtalið eins og best passar þeirri sögu sem þau vilja segja. Eftir að hafa farið í þetta viðtal og svo horft á þáttinn er ljóst að Kveikur var búinn að skrifa handritið að mestu fyrirfram og svo voru viðtöl viðmælenda klippt til eins og hentaði handritinu. Síðan voru fengnir álitsgjafar með réttar skoðanir og þeir klipptir inn í til að leiðrétta hina viðmælendurna. Auðvitað hefur maður skilning á að ekki sé hægt að birta nema brot úr löngu viðtali í svo stuttum þætti, en eðlilegra hefði verið að taka stutt og hnitmiðað viðtal um mína afstöðu. Það hentaði samt ekki Kveik, því þau virtust hafa lítinn áhuga á að heyra mína hlið, heldur frekar að finna augnablik sem létu mína afstöðu líta illa út. Misvísandi fréttaskýringar Kveikur virðist því ekki hafa stundað rannsóknarblaðamennsku í þessu máli, heldur frekar misvísandi fréttaskýringar sem jaðra við áróður . Í þættinum var t.d. sagt að Bretland og Noregur gefi unglingum einn skammt af bóluefni en bíða með seinni skammt. Skautað er yfir að ráðgefandi vísindamenn í báðum löndum lögðust gegn bólusetningum barna þegar við hófum okkar bólusetningarátak á Íslandi því þeim fannst ekki vera nægileg gögn fyrir hendi. Það var um það leyti sem ég skrifaði grein þar sem ég lýsti efasemdum um að bólusetning unglinga væri réttlætanleg. Mér finnst reyndar nálgun Noregs og Bretlands mun betri en okkar, þ.e.a.s. að gefa bara einn skammt, þar sem flest tilfelli hjartavöðvabólgu koma fram eftir seinni skammt bóluefnis. Framsetning Kveiks var hins vegar til þess fallin að kasta rýrð á minn málflutning. Þau vísa síðan í rannsókn CDC sem fjallar um karlmenn upp að 29 ára aldri, en umræður um bólusetningar barna snérust um unglinga á aldrinum 12-15 ára og þar með missir þessi tilvitnun Kveiks marks. Þau slepptu því líka að minnast á rannsókn sem gefur til kynna meiri hættu á fylgikvillum bólusetningar en sjúkrahússinnlögn vegna covid hjá drengjum á aldrinum 12-15 ára. Nú þegar hefur einn unglingur greinst með hjartabólgu eftir bólusetningu hérlendis og miðað við tíðnitölur erlendis frá lá fyrir þegar bólusetningar hófust að líkur væru á að 1-2 drengir á Íslandi myndu fá hjartabólgu eftir bólusetningu. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þessari umræðu, en frekari umfjöllun um viðtalið við Kveik og fleira þessu tengt má finna með því að hlusta á þetta hlaðvarp. Ráðleggingar Eftir reynslu mína myndi ég ráðleggja fólki sem fær boð um að koma í viðtal hjá Kveik að hugsa sig vel um. Það er mögulegt að búið sé að skrifa handritið og það er mikilvægt að vita hvort þú sért í „góða“ liðinu eða „vonda“ liðinu. Ef þú ert í „vonda“ liðinu er sennilega ekki þess virði að taka þátt því Kveikur mun einungis birta þau brot úr viðtalinu sem hentar þeirra málflutningi og sennilega fá viðmælendur úr „góða“ liðinu til að „leiðrétta“ þín orð. Ég myndi líka ráðleggja að hljóðrita viðtalið til að eiga óklippt eintak, en það er heimilt meðan á viðtalinu stendur samkvæmt ritstjóra Kveiks. Samkvæmt Arnhildi er ekkert í fjölmiðlalögum sem skyldar Kveik til að birta viðtalið í heild, en þau hafa einstaka sinnum birt viðtöl í fullri lengd á vefnum „þegar talin hefur verið sérstök ástæða til“. Áskorun Ég skora því á ritstjóra Kveiks, Þóru Arnórsdóttur, að birta viðtalið í heild sinni á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Það gæti verið áhugavert fyrir þá sem horfðu á Kveik að bera saman viðtalið í heild miðað við það sem birtist í þættinum. Höfundur er prófessor við Læknadeild Harvard-háskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Sjá meira
Kveikur kallar sig á ensku „investigative news program“. Bob Woodward, einn þekktasti rannsóknarblaðamaður heims, m.a. þekktur fyrir að afhjúpa Watergate hneykslið, talar um fjórar meginreglur rannsóknarblaðamennsku. Tvær þeirra eru að aðskilja eigin skoðanir frá viðfangsefninu og að ekki taka pólitíska afstöðu til umjöllunarefnisins. Eitt mikilvægasta hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum og samfélaginu í heild aðhald. Því miður markast fréttaflutningur í dag m.a. af því hver heldur um pyngjuna hjá viðkomandi fjölmiðli. Kveikur er hins vegar framleiddur af Ríkissjónvarpinu og því bjóst ég við hlutleysi og vinnubrögðum í anda Bob Woodward. Sú var þó ekki raunin. Viðtalið Arnhildur Hálfdánardóttir boðaði mig í viðtal til að ræða „fólk sem er krítískt á bóluefni og sóttvarnaaðgerðir yfirvalda“. Engar frekari skýringar voru gefnar eða hvaða spurningar yrðu lagðar fram. Arnhildur kom greinilega vel undirbúin og í viðtalinu reyndi hún ítrekað að koma mér úr jafnvægi, m.a. með því að benda á að ég hafi lækað einhver komment á Facebook. Þessi spurning rataði svo í Kveik. Hins vegar var ýmislegt annað sem gerði það ekki, t.d. þegar hún fullyrti að ekkert barn í Bandaríkjunum hefði látist af völdum covid bólusetningar. Ég svaraði eitthvað á þessa leið „hvaðan hefur þú þær upplýsingar, ertu viss?“ og þá svaraði hún eitthvað á þessa leið „ja, þetta er eitthvað sem ég hef heyrt“. Þetta var auðvitað klippt út ásamt mestu af þeirri málefnalegu umræðu sem fór fram. Ég var svo kynntur til leiks sem kvensjúkdómalæknir, sem ég er vissulega, en ég er líka með MPH (Master of Public Health) gráðu og hef verið að skoða þessi mál út frá lýðheilsufræðilegum vinkli eins og oft hefur komið fram. Viðtalið sjálft stóð í u.þ.b. 30 mínútur, en var klippt niður í um 85 sekúndur sem voru sýndar í þættinum. Það gefur augaleið að þetta gefur Kveik fullkomið frelsi til að klippa viðtalið eins og best passar þeirri sögu sem þau vilja segja. Eftir að hafa farið í þetta viðtal og svo horft á þáttinn er ljóst að Kveikur var búinn að skrifa handritið að mestu fyrirfram og svo voru viðtöl viðmælenda klippt til eins og hentaði handritinu. Síðan voru fengnir álitsgjafar með réttar skoðanir og þeir klipptir inn í til að leiðrétta hina viðmælendurna. Auðvitað hefur maður skilning á að ekki sé hægt að birta nema brot úr löngu viðtali í svo stuttum þætti, en eðlilegra hefði verið að taka stutt og hnitmiðað viðtal um mína afstöðu. Það hentaði samt ekki Kveik, því þau virtust hafa lítinn áhuga á að heyra mína hlið, heldur frekar að finna augnablik sem létu mína afstöðu líta illa út. Misvísandi fréttaskýringar Kveikur virðist því ekki hafa stundað rannsóknarblaðamennsku í þessu máli, heldur frekar misvísandi fréttaskýringar sem jaðra við áróður . Í þættinum var t.d. sagt að Bretland og Noregur gefi unglingum einn skammt af bóluefni en bíða með seinni skammt. Skautað er yfir að ráðgefandi vísindamenn í báðum löndum lögðust gegn bólusetningum barna þegar við hófum okkar bólusetningarátak á Íslandi því þeim fannst ekki vera nægileg gögn fyrir hendi. Það var um það leyti sem ég skrifaði grein þar sem ég lýsti efasemdum um að bólusetning unglinga væri réttlætanleg. Mér finnst reyndar nálgun Noregs og Bretlands mun betri en okkar, þ.e.a.s. að gefa bara einn skammt, þar sem flest tilfelli hjartavöðvabólgu koma fram eftir seinni skammt bóluefnis. Framsetning Kveiks var hins vegar til þess fallin að kasta rýrð á minn málflutning. Þau vísa síðan í rannsókn CDC sem fjallar um karlmenn upp að 29 ára aldri, en umræður um bólusetningar barna snérust um unglinga á aldrinum 12-15 ára og þar með missir þessi tilvitnun Kveiks marks. Þau slepptu því líka að minnast á rannsókn sem gefur til kynna meiri hættu á fylgikvillum bólusetningar en sjúkrahússinnlögn vegna covid hjá drengjum á aldrinum 12-15 ára. Nú þegar hefur einn unglingur greinst með hjartabólgu eftir bólusetningu hérlendis og miðað við tíðnitölur erlendis frá lá fyrir þegar bólusetningar hófust að líkur væru á að 1-2 drengir á Íslandi myndu fá hjartabólgu eftir bólusetningu. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þessari umræðu, en frekari umfjöllun um viðtalið við Kveik og fleira þessu tengt má finna með því að hlusta á þetta hlaðvarp. Ráðleggingar Eftir reynslu mína myndi ég ráðleggja fólki sem fær boð um að koma í viðtal hjá Kveik að hugsa sig vel um. Það er mögulegt að búið sé að skrifa handritið og það er mikilvægt að vita hvort þú sért í „góða“ liðinu eða „vonda“ liðinu. Ef þú ert í „vonda“ liðinu er sennilega ekki þess virði að taka þátt því Kveikur mun einungis birta þau brot úr viðtalinu sem hentar þeirra málflutningi og sennilega fá viðmælendur úr „góða“ liðinu til að „leiðrétta“ þín orð. Ég myndi líka ráðleggja að hljóðrita viðtalið til að eiga óklippt eintak, en það er heimilt meðan á viðtalinu stendur samkvæmt ritstjóra Kveiks. Samkvæmt Arnhildi er ekkert í fjölmiðlalögum sem skyldar Kveik til að birta viðtalið í heild, en þau hafa einstaka sinnum birt viðtöl í fullri lengd á vefnum „þegar talin hefur verið sérstök ástæða til“. Áskorun Ég skora því á ritstjóra Kveiks, Þóru Arnórsdóttur, að birta viðtalið í heild sinni á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Það gæti verið áhugavert fyrir þá sem horfðu á Kveik að bera saman viðtalið í heild miðað við það sem birtist í þættinum. Höfundur er prófessor við Læknadeild Harvard-háskóla
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun