Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 13:20 Bjarni Pálsson, formaður undirbúningsnefndar Íslands og Hildigunnur H. Thorsteinsson, varaformaður. aðsend Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni. Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni.
Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira