Þýski handboltinn: Bjarki Már skoraði ellefu mörk í sigri Lemgo Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. október 2021 16:45 Bjarki Már Elísson er aðalmarkaskorari Lemgo. Getty/Marius Becker Bjarki Már Elísson var heldur betur með miðið rétt stillt þegar að Lemgo mætti í heimsókn til Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Skoraði ellefu mörk í þriggja marka sigri. Lemgo vann Minden á útivelli, 29-32. Einungis 31 kílómetri er á milli borganna svo það mætti kalla þetta nágrannaslag. Minden höfðu tögl og haldir mestallan leikinn en einhvernvegin misstu svo einbeitinguna og Lemgo gekk á lagið. Minden hafði mest átta marka forskot. Frábær endurkoma hjá Lemgo sem fór með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar. Minden er hins vegar á botninum. Rhein Neckar-Löwen vann nauman eins marks sigur á Wetzlar. Löwen leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og vann að lokum, 29-30. Ýmir Már Gíslason komst ekki á blað en Andy Schmid var markahæstur hjá Löwen með sex mörk. Hjá Wetzlar var Lenny Rubin atkvæðamestur með sex mörk. Flensburg vann einnig eins marks sigur, en liðið vann Stuttgart 30-29. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu Flensburg smávægilegu forskoti sem hélst út leikinn. Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað hjá Flensburg en markahæstur þeirra var Hampus Wanne sem skoraði níu mörk. Hjá Stuttgart var Patrik Zieker markahæstur með níu mörk. Fuchse Berlin vann auðveldan sigur á Lubbecke, 30-22. Hans Lindberg var markahæstur heimamanna með átta mörk en hjá Lubbecke var Yannick Drager með fimm mörk. Þýski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Lemgo vann Minden á útivelli, 29-32. Einungis 31 kílómetri er á milli borganna svo það mætti kalla þetta nágrannaslag. Minden höfðu tögl og haldir mestallan leikinn en einhvernvegin misstu svo einbeitinguna og Lemgo gekk á lagið. Minden hafði mest átta marka forskot. Frábær endurkoma hjá Lemgo sem fór með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar. Minden er hins vegar á botninum. Rhein Neckar-Löwen vann nauman eins marks sigur á Wetzlar. Löwen leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og vann að lokum, 29-30. Ýmir Már Gíslason komst ekki á blað en Andy Schmid var markahæstur hjá Löwen með sex mörk. Hjá Wetzlar var Lenny Rubin atkvæðamestur með sex mörk. Flensburg vann einnig eins marks sigur, en liðið vann Stuttgart 30-29. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu Flensburg smávægilegu forskoti sem hélst út leikinn. Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað hjá Flensburg en markahæstur þeirra var Hampus Wanne sem skoraði níu mörk. Hjá Stuttgart var Patrik Zieker markahæstur með níu mörk. Fuchse Berlin vann auðveldan sigur á Lubbecke, 30-22. Hans Lindberg var markahæstur heimamanna með átta mörk en hjá Lubbecke var Yannick Drager með fimm mörk.
Þýski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira