Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem einnig segir að starfsemi lögreglunnar gangi með eðlilegum hætti og smitið og skimunin muni ekki hafa áhrif á þau útköll sem lögreglan þurfi að sinna.
„Sú staða sem er uppi minnir okkur hins vegar á að COVID-19 er hvergi nærri lokið og því mikilvægt að fara varlega og huga að sóttvörnum í hvívetna,“ segir í tilkynningunni.