Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. október 2021 12:31 Grindavík jarðskjálftar Vísir/Vilhelm Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira