Amnesty hvetur Beckham til að kynna sér stöðu mála Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2021 07:00 Svo virðist sem David Beckham, sendiherra UNICEF, verði eitt aðal andlit HM 2022 sem fram fer í Katar. Mike Marsland/Getty Images David Beckham verður eitt af andlitum HM 2022 í knattspyrnu sem og sendiherra mótsins sem fram fer í Katar. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt hann til að kynna sér bága stöðu mannréttinda í landinu. Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar. Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF. David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021 Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu. „Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty. „Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“ „Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar. Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF. David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021 Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu. „Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty. „Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“ „Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira