Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.

Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Börn hafa þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja og íslensk börn drekka meira af þeim en jafnaldrar annars staðar. Í kvöldfréttum verður rætt við sérfræðing í eiturefnafræði sem segir langtímaneyslu ungmenna á orkudrykkjum áhyggjuefni þar sem efnin í þeim hækka blóðþrýsting og skaða æðakerfið.

Einnig verður fjallað um mikla fjölgun kynferðisbrotamála á árinu og rætt við umhverfisráðherra í beinni útsendingu um áherslur á loftslagsráðstefnunni í Glasgow - auk þess sem við lítum við á listamessu sem stendur nú yfir.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×