„Mér líður eins og við höfum tapað leiknum. Ekki aðeins vegna þess að við vorum 2-0 yfir og unnum ekki leikinn heldur vegna þess að í leiknum skoruðum við tvö af fallegustu mörkum sem ég hef séð okkur skora en þau voru dæmd af,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum.
„Pressan í marki Sadio Mané var óheppni. Ef þú vilt kenna pressu þá er hægt að sýna aðdraganda marksins sem var dæmt af vegna hendi að ég held.“
„Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum að við gætum farið illa með Brighton og spiluðum boltanum vel okkar á milli en vorum aðeins 2-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Í þeim síðari vorum við ekki nægilega góður. Mér líkaði ekki líkamstjáning leikmanna. Það var „guð minn góður, þetta er svo erfitt,“ við vissum að það yrði þannig í dag,“ bætti pirraður Klopp við.
„Besta leiðin til að sigra Brighton er að vera með boltann og spila í svæðin þar sem þeir eru fáliðaðir en við gerðum það ekki og það er vandamál,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Eftir 2-2 jafntefli dagsins er Liverpool í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig að loknum 10 leikjum. Liverpool er eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn tapað leik.