COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 13:19 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í Glasgow í morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum. Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Miðað verður við að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður við lok þessarar aldar, frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Samkomulag náðist um það viðmið með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Alok Sharma, breskur ráðherra sem stýrir ráðstefnunni, sagði við setninguna að þessi samkoma væri „okkar síðasta og besta von um að halda 1,5 gráðu takmarkinu innan seilingar“. Breski ráðherrann Alok Sharma stýrir loftslagsráðstefnunni.Mynd/AP Í frétt AP segir að vísindamenn telji möguleika á að ná settu marki fara sífellt minnkandi. Heimurinn hafi þegar hlýnað um 1,1 gráðu og miðað við núverandi skuldbindingar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni hlýnunin nema 2,7 gráðum í lok aldar. Verði það niðurstaðan muni flestir jöklar jarðar hafa bráðnað með tilheyrandi hækkun sjávarmáls og öfgafyllri veðurbrigðum. Sharma sagði við setninguna í morgun að hægt væri að leggja upp í áratug þar sem aukinn metnaður og framtakssemi yrði í fyrirrúmi. „Við höfum tækifæri á grænum vexti, góðum grænum störfum og ódýrari hreinni orku.“ Hann bætti því við að jafnvel Kína, sem mengar mest allra ríkja, hefði nýlega sett meiri metnað í útblástursmarkmið. „En við vonuðumst auðvitað eftir meiru,“ bætti hann við í samtali við BBC. Skoska veðráttan tók ekki blíðlega á móti gestum loftslagsráðstefnunnar í morgun.Mynd/AP G20-ríkin, helstu iðnríki heims, sem standa samanlagt að um þremur fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, náðu á leiðtogafundi í morgun samkomulagi um að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Auk þess komu þau sér saman um að binda endi á opinberar fjárfestingar í kolaraforkuverum í þróunarlöndum. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, varað nýlega við afleiðingum þess að ná ekki takmörkum Parísarsamkomulagsins. Hann var hins vegar bjartsýnn á að ríki heimsins væru á réttri leið. Þessi fyrsti dagur ráðstefnunnar fer aðallega í að ræða fundarsköp og þess háttar, en helstu þjóðarleiðtogar eru væntanleg til Glasgow á komandi dögum.
Loftslagsmál Skotland Bretland COP26 Tengdar fréttir Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. 30. október 2021 11:31
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent