Kynferðisbrot muni ekki líðast í framvarðarsveit hestamanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. nóvember 2021 13:00 Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga, telur að sambandið hafa tekið rétta ákvörðun í máli landsliðsmannsins. Samsett/Landssamband hestamannafélaga Formaður Landssambands hestamanna segir það hafa verið erfiða ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Hann segir ekki verjandi að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga koma upp og telur að sambandið hafi tekið rétta ákvörðun. Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“ Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“
Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira