Fjögur hundruð einkaflugvélar til Skotlands vegna loftslagsráðstefnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 14:29 Um þúsund þjóðarleiðtogar og viðskiptajöfrar flugu með einkaþotum til Skotlands þar sem loftslagsráðstefnan COP26 fer nú fram. George Rose/Getty Fjögur hundruð einkaflugvélar flugu til Skotlands til að ferja þangað um þúsund gesti loftslagsráðstefnunnar COP26, sem fer fram í Glasgow. Loftslagsaðgerðasinnar hafa gagnrýnt gestina harðlega vegna loftslagsáhrifanna sem ferðamátinn hefur. Skoski miðillinn Sunday Mail greindi frá þessu á sunnudag en samkvæmt frétt miðilsins nemur mengunin frá einkaflugvélunum jafn miklu og árleg mengun frá 1.600 Skotum. Reikningurinn miðar við mengun minni einkaþota, það á til dæmis ekki við um einkaþotur Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Kanada, forseta Þýskalands, forsætisráðherra Japans eða annarra þjóðarleiðtoga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst sjálfur fljúga með einkaþotu aftur til Lundúna frá Glasgow að lokinni ráðstefnunni. Ferðalagið milli borganna tveggja tekur um fimm tíma með lest. Haft er eftir Matt Finch, loftslagsaðgerðasinna, í fréttinni að ein lítil einkaþota blási frá sér um tvö tonn af koltvísýringi á hverjum klukkutíma á flugi. Þá hefðu lang flestir þeirra, sem ferðuðust með einkaflugvél til Skotlands, getað ferðast þangað með áætlunarflugi. Aðgerðasinnar hafa gagnrýnt einkaþotunotendurna, enda sjá kannski flestir hræsnina sem felst í því að ferðast með einkaþotu á ráðstefnu þar sem fjallað er um loftslagsaðgerðir. Yfirskrift ráðstefnunnar er að hún sé vettvangur til að leiðtogar heimsins geti komið saman og gripið til nauðsynlegra loftslagsaðgerða. Samkvæmt útreikningum munu einkaþoturnar blása út um 13.000 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ferðalögum til og frá ráðstefnunni. Um 100 flugvélana fljúga til og frá Evrópu, ferðalög sem að meðaltali taka um fjóra klukkutíma í heild. Hinar þrjú hundruð verða á langferð, og fljúga til Ameríku, Afríku eða Asíu. Að meðaltali mengar ein ferð með einkaþotu tíu sinnum meira á mann en sama ferðalag með áætlunarflugi og 150 sinnum meira en ferðalag með lest. COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Skoski miðillinn Sunday Mail greindi frá þessu á sunnudag en samkvæmt frétt miðilsins nemur mengunin frá einkaflugvélunum jafn miklu og árleg mengun frá 1.600 Skotum. Reikningurinn miðar við mengun minni einkaþota, það á til dæmis ekki við um einkaþotur Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Kanada, forseta Þýskalands, forsætisráðherra Japans eða annarra þjóðarleiðtoga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst sjálfur fljúga með einkaþotu aftur til Lundúna frá Glasgow að lokinni ráðstefnunni. Ferðalagið milli borganna tveggja tekur um fimm tíma með lest. Haft er eftir Matt Finch, loftslagsaðgerðasinna, í fréttinni að ein lítil einkaþota blási frá sér um tvö tonn af koltvísýringi á hverjum klukkutíma á flugi. Þá hefðu lang flestir þeirra, sem ferðuðust með einkaflugvél til Skotlands, getað ferðast þangað með áætlunarflugi. Aðgerðasinnar hafa gagnrýnt einkaþotunotendurna, enda sjá kannski flestir hræsnina sem felst í því að ferðast með einkaþotu á ráðstefnu þar sem fjallað er um loftslagsaðgerðir. Yfirskrift ráðstefnunnar er að hún sé vettvangur til að leiðtogar heimsins geti komið saman og gripið til nauðsynlegra loftslagsaðgerða. Samkvæmt útreikningum munu einkaþoturnar blása út um 13.000 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ferðalögum til og frá ráðstefnunni. Um 100 flugvélana fljúga til og frá Evrópu, ferðalög sem að meðaltali taka um fjóra klukkutíma í heild. Hinar þrjú hundruð verða á langferð, og fljúga til Ameríku, Afríku eða Asíu. Að meðaltali mengar ein ferð með einkaþotu tíu sinnum meira á mann en sama ferðalag með áætlunarflugi og 150 sinnum meira en ferðalag með lest.
COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42