Að kona leiði kvennastétt! Unnur Gísladóttir og Einar Ómarsson skrifa 2. nóvember 2021 18:04 Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi. Það er krefjandi að vinna sem kennari, það er stundum flókið en oftast nær er það gefandi. Til að endast í starfi sem þessu þarftu eldmóð, þú þarft hlýju, umhyggju og hugrekki. Kennarar sem sitja vel í sér, geta gefið af sér, eru með skýr mörk og skýra rödd eru öðrum í samfélaginu til fyrirmyndar og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir starfandi kennara eins og okkur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er þannig fyrirmynd, hún er ekki bara einstaklega vönduð kennslukona, heldur er hún baráttukona fyrir minnihlutahópa, leiðandi fagvísir á vettvangi, lóðsi og feminísk kanóna. Hún er okkur mörgum uppspretta orku í að halda áfram, gefast ekki upp þegar móti blæs. Hún stendur fremst meðal jafningja á sínu sviði og er ósérhlýfin þegar kemur að því að deila og gefa af sér. Við viljum sjá konu sem þessa leiða okkar starf, við viljum sjá ósérhlífna konu sem stendur skýrt fyrir málstaðinn um bætt samfélag. Sem er ófeimin við að vera umdeild þegar hjartans mál eru í fyrirrúmi, sem lætur í sér heyra og stendur upp fyrir ekki bara nemendum og kennurum heldur samfélaginu og einstaklingunum. Konu sem þekkir starf kennara, hefur verið á gólfinu ólíkum faghópum til aðstoðar, sem situr í fagráðum og lætur sig málin varða. Hanna Björg er ekki bara sú kona sem við viljum í þetta verk, hún er konan sem við þurfum í þetta verk. Hún hefur trú á því að kennarar eiga að vera leiðandi afl í samfélagslegri umræðu, að kennarar séu fagfólk sem þarf að hlusta á og virða. Hún getur talað þvert á skólastig og hún getur blásið okkur krafti og elju í brjósti, staðið með okkur, verið beitt og ákveðin. Hún er konan til að leiða þessa kvennastétt! Unnur er framhaldsskólakennari og Einar er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi. Það er krefjandi að vinna sem kennari, það er stundum flókið en oftast nær er það gefandi. Til að endast í starfi sem þessu þarftu eldmóð, þú þarft hlýju, umhyggju og hugrekki. Kennarar sem sitja vel í sér, geta gefið af sér, eru með skýr mörk og skýra rödd eru öðrum í samfélaginu til fyrirmyndar og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir starfandi kennara eins og okkur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er þannig fyrirmynd, hún er ekki bara einstaklega vönduð kennslukona, heldur er hún baráttukona fyrir minnihlutahópa, leiðandi fagvísir á vettvangi, lóðsi og feminísk kanóna. Hún er okkur mörgum uppspretta orku í að halda áfram, gefast ekki upp þegar móti blæs. Hún stendur fremst meðal jafningja á sínu sviði og er ósérhlýfin þegar kemur að því að deila og gefa af sér. Við viljum sjá konu sem þessa leiða okkar starf, við viljum sjá ósérhlífna konu sem stendur skýrt fyrir málstaðinn um bætt samfélag. Sem er ófeimin við að vera umdeild þegar hjartans mál eru í fyrirrúmi, sem lætur í sér heyra og stendur upp fyrir ekki bara nemendum og kennurum heldur samfélaginu og einstaklingunum. Konu sem þekkir starf kennara, hefur verið á gólfinu ólíkum faghópum til aðstoðar, sem situr í fagráðum og lætur sig málin varða. Hanna Björg er ekki bara sú kona sem við viljum í þetta verk, hún er konan sem við þurfum í þetta verk. Hún hefur trú á því að kennarar eiga að vera leiðandi afl í samfélagslegri umræðu, að kennarar séu fagfólk sem þarf að hlusta á og virða. Hún getur talað þvert á skólastig og hún getur blásið okkur krafti og elju í brjósti, staðið með okkur, verið beitt og ákveðin. Hún er konan til að leiða þessa kvennastétt! Unnur er framhaldsskólakennari og Einar er grunnskólakennari.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun