Kolabruni er sá þáttur sem á stærstan hlut að máli þegar kemur að loftslagsbreytingum af manna völdum.
Um 190 þjóðir taka þátt í loforðinu að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu og þar á meðal eru stórnotendur eins og Pólland, Víetnam og Chile.
Hins vegar vantar á listann stærstu kolanotendur heimsins, sem eru lönd á borð við Ástralíu, Kína og Bandaríkin.
Í loforðinu felst að þessar þjóðir munu ekki fjárfesta frekar í kolaiðnaði, bæði heimafyrir og erlendis og að unnið verði að því að finna aðra grænni orkugjafa.