70 dæmdir í gríðarlega umfangsmiklum réttarhöldum gegn Ndrangheta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 21:52 Réttarhöldin eru þau umfangsmestu í sögu Ítalíu. epa/Salvatore Monteverde Sjötíu meðlimir Ndrangheta, valdamestu og auðugustu glæpasamtaka Ítalíu, voru fundir sekir í umfangsmestu réttarhöldum sem um getur í sögu landsins. 355 bíða enn niðurstöðu í málum sínum en þeir sem voru dæmdir í dag höfðu samþykkt hraðari málsmeðferð gegn því að fá þriðjung mögulegs dóms niðurfelldan. Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian. Ítalía Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian.
Ítalía Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira