Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðu faraldursins en sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður.

Loftleiðir hófu reglubundið flug með vísinda-, ferða- og göngumenn á Suðurskautið í þessari viku og stendur verkefnið í þrjá mánuði. 

Þá fjöllum við um að tugþúsundir syrgjenda frægustu söngkonu Brasilíu, sem fórst í flugslysi á föstudag, mættu til minningarathafnar um hana í gær. 

Þá heyrum við í Hringskonum en jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram í dag og verður það ýmislegt á boðstólnum. Þær segja basarinn miklu máli skipta enda sé basarinn stærsta fjáröflun spítalans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×