Forseti Síle ákærður fyrir embættisbrot eftir uppljóstranir Pandóruskjalanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 10:48 Sebastián Piñera á að láta af embætti í mars á næsta ári. Engu að síður ákvað neðri deild þingsins að kæra hann vegna brota sem gætu leitt til þess að hann verði sviptur embætti. AP/Estebán Felix Neðri deild síleska þingsins kærði Sebastián Piñera forseta fyrir embættisbrot á þriðjudag. Forsetinn er sakaður um frændhygli sem kom fram í Pandóruskjölunum svonefndu. Ólíklegt er að efri deild þingsins samþykki að svipta Piñera embætti. Naumur meirihluti neðri deildarinnar samþykkti kæruna eftir tuttugu klukkustunda þingfund. Af 155 þingmönnum greiddu 78 atkvæði með kæru en 67 gegn. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Öldungadeild þingsins ræður örlögum forsetans en ólíklegt er að það muni sakfella hann. Stjórnarandstaðan er með 24 þingsæti en 29 þarf til að setja forsetann af. Réttarhöldin í öldungadeildinni fara fram í miðri kosningabaráttu en Piñera er ekki í framboði. Stjórnarskrá Síle leyfi honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kosningarnar fara fram 21. nóvember en kjörtímabili forsetans lýkur 11. mars. Pandóraskjölin, meiriháttar gagnaleki sem sýndi aflandsviðskipti áhrifafólks víða um heim, vörpuðu ljósi á hvernig sonur Piñera notaði aflandsfélög á Bresku Jómfrúareyjum til að selja Dominga-námuverkefni sem fjölskyldan átti hlut í. Salan var háð því að ríkisstjórn Síle ákvæði að gera svæðið að náttúruverndarsvæði. Ríkisstjórn Piñera kaus að gera það ekki, þrátt fyrir mótbárur náttúruverndarsamtaka. Piñera hélt því fram á sínum tíma að hann hefði ekki komið nálægt rekstri aflandsfélaganna og hann hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir tengslunum við Dominga-verkefnið. Talsmenn forsetans benda á að kjörtímabil hans hafi ekki verið hafið þegar salan var samþykkt. Saksóknarar og dómstólar hafi ekki talið neitt saknæmt hafa átt sér stað þegar þeir skoðuðu það árið 2017. Allir skattar hafi verið greiddir í Síle. Ríkissaksóknari Síle segist engu að síður rannsaka málið aftur. Piñera stóð af sér hörð mótmæli sem hófust árið 2019 þar sem milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar hans. Í upphafi beindust þau að gjaldskrárhækkunum í almenningssamgöngur í höfuðborginni Santiago en síðar þróuðust þau í allsherjarmótmæli gegn ójöfnuði í landinu. Chile Pandóruskjölin Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Naumur meirihluti neðri deildarinnar samþykkti kæruna eftir tuttugu klukkustunda þingfund. Af 155 þingmönnum greiddu 78 atkvæði með kæru en 67 gegn. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Öldungadeild þingsins ræður örlögum forsetans en ólíklegt er að það muni sakfella hann. Stjórnarandstaðan er með 24 þingsæti en 29 þarf til að setja forsetann af. Réttarhöldin í öldungadeildinni fara fram í miðri kosningabaráttu en Piñera er ekki í framboði. Stjórnarskrá Síle leyfi honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kosningarnar fara fram 21. nóvember en kjörtímabili forsetans lýkur 11. mars. Pandóraskjölin, meiriháttar gagnaleki sem sýndi aflandsviðskipti áhrifafólks víða um heim, vörpuðu ljósi á hvernig sonur Piñera notaði aflandsfélög á Bresku Jómfrúareyjum til að selja Dominga-námuverkefni sem fjölskyldan átti hlut í. Salan var háð því að ríkisstjórn Síle ákvæði að gera svæðið að náttúruverndarsvæði. Ríkisstjórn Piñera kaus að gera það ekki, þrátt fyrir mótbárur náttúruverndarsamtaka. Piñera hélt því fram á sínum tíma að hann hefði ekki komið nálægt rekstri aflandsfélaganna og hann hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir tengslunum við Dominga-verkefnið. Talsmenn forsetans benda á að kjörtímabil hans hafi ekki verið hafið þegar salan var samþykkt. Saksóknarar og dómstólar hafi ekki talið neitt saknæmt hafa átt sér stað þegar þeir skoðuðu það árið 2017. Allir skattar hafi verið greiddir í Síle. Ríkissaksóknari Síle segist engu að síður rannsaka málið aftur. Piñera stóð af sér hörð mótmæli sem hófust árið 2019 þar sem milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar hans. Í upphafi beindust þau að gjaldskrárhækkunum í almenningssamgöngur í höfuðborginni Santiago en síðar þróuðust þau í allsherjarmótmæli gegn ójöfnuði í landinu.
Chile Pandóruskjölin Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira