Forseti Síle ákærður fyrir embættisbrot eftir uppljóstranir Pandóruskjalanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 10:48 Sebastián Piñera á að láta af embætti í mars á næsta ári. Engu að síður ákvað neðri deild þingsins að kæra hann vegna brota sem gætu leitt til þess að hann verði sviptur embætti. AP/Estebán Felix Neðri deild síleska þingsins kærði Sebastián Piñera forseta fyrir embættisbrot á þriðjudag. Forsetinn er sakaður um frændhygli sem kom fram í Pandóruskjölunum svonefndu. Ólíklegt er að efri deild þingsins samþykki að svipta Piñera embætti. Naumur meirihluti neðri deildarinnar samþykkti kæruna eftir tuttugu klukkustunda þingfund. Af 155 þingmönnum greiddu 78 atkvæði með kæru en 67 gegn. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Öldungadeild þingsins ræður örlögum forsetans en ólíklegt er að það muni sakfella hann. Stjórnarandstaðan er með 24 þingsæti en 29 þarf til að setja forsetann af. Réttarhöldin í öldungadeildinni fara fram í miðri kosningabaráttu en Piñera er ekki í framboði. Stjórnarskrá Síle leyfi honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kosningarnar fara fram 21. nóvember en kjörtímabili forsetans lýkur 11. mars. Pandóraskjölin, meiriháttar gagnaleki sem sýndi aflandsviðskipti áhrifafólks víða um heim, vörpuðu ljósi á hvernig sonur Piñera notaði aflandsfélög á Bresku Jómfrúareyjum til að selja Dominga-námuverkefni sem fjölskyldan átti hlut í. Salan var háð því að ríkisstjórn Síle ákvæði að gera svæðið að náttúruverndarsvæði. Ríkisstjórn Piñera kaus að gera það ekki, þrátt fyrir mótbárur náttúruverndarsamtaka. Piñera hélt því fram á sínum tíma að hann hefði ekki komið nálægt rekstri aflandsfélaganna og hann hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir tengslunum við Dominga-verkefnið. Talsmenn forsetans benda á að kjörtímabil hans hafi ekki verið hafið þegar salan var samþykkt. Saksóknarar og dómstólar hafi ekki talið neitt saknæmt hafa átt sér stað þegar þeir skoðuðu það árið 2017. Allir skattar hafi verið greiddir í Síle. Ríkissaksóknari Síle segist engu að síður rannsaka málið aftur. Piñera stóð af sér hörð mótmæli sem hófust árið 2019 þar sem milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar hans. Í upphafi beindust þau að gjaldskrárhækkunum í almenningssamgöngur í höfuðborginni Santiago en síðar þróuðust þau í allsherjarmótmæli gegn ójöfnuði í landinu. Chile Pandóruskjölin Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Naumur meirihluti neðri deildarinnar samþykkti kæruna eftir tuttugu klukkustunda þingfund. Af 155 þingmönnum greiddu 78 atkvæði með kæru en 67 gegn. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Öldungadeild þingsins ræður örlögum forsetans en ólíklegt er að það muni sakfella hann. Stjórnarandstaðan er með 24 þingsæti en 29 þarf til að setja forsetann af. Réttarhöldin í öldungadeildinni fara fram í miðri kosningabaráttu en Piñera er ekki í framboði. Stjórnarskrá Síle leyfi honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kosningarnar fara fram 21. nóvember en kjörtímabili forsetans lýkur 11. mars. Pandóraskjölin, meiriháttar gagnaleki sem sýndi aflandsviðskipti áhrifafólks víða um heim, vörpuðu ljósi á hvernig sonur Piñera notaði aflandsfélög á Bresku Jómfrúareyjum til að selja Dominga-námuverkefni sem fjölskyldan átti hlut í. Salan var háð því að ríkisstjórn Síle ákvæði að gera svæðið að náttúruverndarsvæði. Ríkisstjórn Piñera kaus að gera það ekki, þrátt fyrir mótbárur náttúruverndarsamtaka. Piñera hélt því fram á sínum tíma að hann hefði ekki komið nálægt rekstri aflandsfélaganna og hann hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir tengslunum við Dominga-verkefnið. Talsmenn forsetans benda á að kjörtímabil hans hafi ekki verið hafið þegar salan var samþykkt. Saksóknarar og dómstólar hafi ekki talið neitt saknæmt hafa átt sér stað þegar þeir skoðuðu það árið 2017. Allir skattar hafi verið greiddir í Síle. Ríkissaksóknari Síle segist engu að síður rannsaka málið aftur. Piñera stóð af sér hörð mótmæli sem hófust árið 2019 þar sem milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar hans. Í upphafi beindust þau að gjaldskrárhækkunum í almenningssamgöngur í höfuðborginni Santiago en síðar þróuðust þau í allsherjarmótmæli gegn ójöfnuði í landinu.
Chile Pandóruskjölin Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira