Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:28 Portúgalinn Antonio Guterres brúnaþungur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow sem nú stendur yfir. AP/Alberto Pezzali Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. Ráðstefnunni á að ljúka um helgina en enn standa þó nokkur mál út af borðinu, þar á meðal alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þær snauðari. Í drögum að samkomulagi sem bresku gestgjafarnir lögðu fram í gær var kveðið á um að ríki uppfæri landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok næsta árs og hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Öll ríkin þurfa að samþykkja endanlega útgáfu samkomulagsins, þar á meðal olíuríki eins og Sádi-Arabía. Miðað við núverandi landsmarkmið þjóða stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,4°C á þessari öld, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins. Það kveður á um að hlýnun verði haldið vel innan tveggja gráða en helst innan einnar og hálfrar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. „Það versta væri að ná samkomulagi þar sem allt er lagt í sölurnar með lægsta mögulega samnefnara sem tæki ekki á þeim risavöxnu áskorunum sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Guterres í viðtali við AP-fréttastofuna. Ríkin verði að auka metnað sinn á öllum sviðum, í að takmarka hlýnun, aðlagast loftslagsbreytingum og fjármagna aðgerðir. Þegar hefur hlýnað á jörðinni um rúma eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst kom fram að líkur væru á því að 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Því segir Guterres að þó að enn sé hægt að ná 1,5 gráðu markmiðinu sé það í „öndunarvél“. Vonir einhverra glæddust um að loftslagsráðstefnan skilaði árangri eftir að stórveldin Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heimi, tilkynntu óvænt um að þau ætluðu að vinnan nánar saman á sviði loftslagsmála og hraða aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í gær. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Ráðstefnunni á að ljúka um helgina en enn standa þó nokkur mál út af borðinu, þar á meðal alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þær snauðari. Í drögum að samkomulagi sem bresku gestgjafarnir lögðu fram í gær var kveðið á um að ríki uppfæri landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok næsta árs og hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Öll ríkin þurfa að samþykkja endanlega útgáfu samkomulagsins, þar á meðal olíuríki eins og Sádi-Arabía. Miðað við núverandi landsmarkmið þjóða stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,4°C á þessari öld, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins. Það kveður á um að hlýnun verði haldið vel innan tveggja gráða en helst innan einnar og hálfrar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. „Það versta væri að ná samkomulagi þar sem allt er lagt í sölurnar með lægsta mögulega samnefnara sem tæki ekki á þeim risavöxnu áskorunum sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Guterres í viðtali við AP-fréttastofuna. Ríkin verði að auka metnað sinn á öllum sviðum, í að takmarka hlýnun, aðlagast loftslagsbreytingum og fjármagna aðgerðir. Þegar hefur hlýnað á jörðinni um rúma eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst kom fram að líkur væru á því að 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Því segir Guterres að þó að enn sé hægt að ná 1,5 gráðu markmiðinu sé það í „öndunarvél“. Vonir einhverra glæddust um að loftslagsráðstefnan skilaði árangri eftir að stórveldin Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heimi, tilkynntu óvænt um að þau ætluðu að vinnan nánar saman á sviði loftslagsmála og hraða aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í gær.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira