Skjálftinn varð klukkan 5:06 í morgun og voru upptök hans um 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili.
Á Suðurlandi hefur jörð þó enn hreyfst og nokkrir skjálftar hafa mælst þar yfir tvö stig að stærð.
Sá stærsti kom rétt fyrir klukkan sex í morgun og mældist 2,7 stig. Annar litlu minni, eða 2,6 stig reið síðan yfir um tíu mínútur fyrir tvö í nótt.
Báðir voru þeir í grennd við Vatnafjöll, eins og stóri skjálftinn í gær sem var 5,2 stig.