Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir grófu kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu.
Við ræðum við fósturforeldra á Selfossi sem segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu á sínum tíma til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo stráka í fóstri á tvítugsaldri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi né á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra.
Þá verður farið yfir stöðu kórónuveirufaraldursins.
Þetta og ýmislegt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.