Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2021 08:58 Fjöldi mótmælenda var saman kominn í miðborg Chicago í gær. Pat Nabong/Chicago Sun-Times via AP Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira