Einnig fjöllum við áfram um Hjalteyrarmálið svokallaða og heyrum í umsjónarmanni sanngirnisbóta sem segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilanefndar.
Þá verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir að það muni ganga hægt að ná yfirstandandi bylgju niður í ljósi mikillar útbreiðslu í samfélaginu. 194 greindust innanlands í gær sem er næstmesti fjöldi frá upphafi faraldurs.
Þá fjöllum við um þingsetningu á Alþingi sem far fer eftir hádegið og ræðum við formann BSRB sem harmar gagnrýni innan úr röðum Starfsgreinasambandsins.