Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2021 13:15 Börn sem fara veginn daglega með skólabíl eru oft veik þegar þau koma í skólann á Hvammstanga og þurfa þar góðan tíma til að jafna sig áður en þau geta farið að læra. Eins og sést á myndinni er ástand vegarins hrikalegt. Aðsend Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. Síðustu ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þá hefur orðin mikil aukning á umferð ferðamanna um veginn og slys á veginum of tíð. Skólabíll far um veginn daglega með börn í grunnskólann á Hvammstanga. „Vatnsvegurinn, þetta er 70 kílómetra vegur, sem er um Vatnsnesið. Þetta er mjög slæmur malarvegur eins og við höfum reyndar oft fjallað um og fáum aldrei leið á að tala um. Vegurinn er núna búin að vera í verulega slæmu ástandi í haust og er núna í mjög slæmu ástandi. Ég get tekið sem dæmi að við erum að keyra skólakrakka þessa leið daglega og það hefur farið allt upp í tvo tíma og tuttugu mínútur, sem þau hafa þurft að sitja í bíl, sem ætti að vera innan við klukkutíma akstur. Börnin koma mörg hver lasinn í skólann og þurfa að jafna sig í fyrsta tíma eftir að hafa verið í skólabílnum,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra hvetur sem flesta til að styrkja fjármögnun verkefnisins um Vatnsveg.Aðsend Ragnheiður Jóna segir að vegurinn sé kominn inn á samgönguáætlun en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eða á árunum 2030-2034, sem er algjörlega óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra. Því sé hafin hópfjármögnunum á Karolinafund þar sem ætlunin er að safna 100 milljónum króna upp í veginn, sem er hins vegar bara brot af kostnaði við veginn en yrði til þess að hægt væri að hefja hönnun vegarins strax. Ertu bjartsýn á að þið náið að safna 100 milljónum? „Já, ég er bjartsýn á það,“ segir Ragnheiður Jóna. Hægt er að styðja við verkefnið hér Húnaþing vestra Grunnskólar Skóla - og menntamál Vegagerð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Síðustu ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þá hefur orðin mikil aukning á umferð ferðamanna um veginn og slys á veginum of tíð. Skólabíll far um veginn daglega með börn í grunnskólann á Hvammstanga. „Vatnsvegurinn, þetta er 70 kílómetra vegur, sem er um Vatnsnesið. Þetta er mjög slæmur malarvegur eins og við höfum reyndar oft fjallað um og fáum aldrei leið á að tala um. Vegurinn er núna búin að vera í verulega slæmu ástandi í haust og er núna í mjög slæmu ástandi. Ég get tekið sem dæmi að við erum að keyra skólakrakka þessa leið daglega og það hefur farið allt upp í tvo tíma og tuttugu mínútur, sem þau hafa þurft að sitja í bíl, sem ætti að vera innan við klukkutíma akstur. Börnin koma mörg hver lasinn í skólann og þurfa að jafna sig í fyrsta tíma eftir að hafa verið í skólabílnum,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra hvetur sem flesta til að styrkja fjármögnun verkefnisins um Vatnsveg.Aðsend Ragnheiður Jóna segir að vegurinn sé kominn inn á samgönguáætlun en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eða á árunum 2030-2034, sem er algjörlega óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra. Því sé hafin hópfjármögnunum á Karolinafund þar sem ætlunin er að safna 100 milljónum króna upp í veginn, sem er hins vegar bara brot af kostnaði við veginn en yrði til þess að hægt væri að hefja hönnun vegarins strax. Ertu bjartsýn á að þið náið að safna 100 milljónum? „Já, ég er bjartsýn á það,“ segir Ragnheiður Jóna. Hægt er að styðja við verkefnið hér
Húnaþing vestra Grunnskólar Skóla - og menntamál Vegagerð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira