Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar að sögn starfsmanns Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en engar frekari upplýsingar liggja fyrir um líðan hans.
Hann segir þó að ekki hafi verið um forgangsútkall að ræða og því sé ólíklegt að um alvarlegt slys sé að ræða.
Að sögn sjónarvottar mætti einn sjúkrabíll og einn lögreglubíll á vettvang.
Fréttastofa greindi frá því að dag að óvenjumörg umferðarslys hafi orðið í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.