Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 15:09 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir fullreynt með núverandi fyrirkomulag og stjórn leikskólamála. Nauðsynlegt sé að setja málaflokkinn í forgang. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira