Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Einnig rýnum við í minnisblað sóttvarnalæknis um omíkron afbrigðið, ræðum við íbúa í Hafnarfirði sem óttast að hús þeirra verði rifin eða færð vegna borgarlínunnar og skoðun jólaþorp sem búið er til úr legó-kubbum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.