Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við glænýjar myndir sem ljósmyndarinn RAX tók þegar hann flaug yfir Grímsvötn í dag.
Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld og kynnum okkur breytta skipan í þingnefndir.
Einnig verður rætt við yfirlækni á Vog sem segir stefna í faraldur ópíóða hér á landi. Hátt í 250 manns eru í meðferð við slíkri fíkn og sjúkrahúsið á erfitt með að anna álaginu.
Einnig verður rætt við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um samsæriskenningar sem ganga um hana á netinu og við verðum í beinni frá bókabúð og kynnum okkur tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna – sem kynntar voru nú síðdegis.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.