Krúsi sló í gegn: „Fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 21:15 Markús Pálsson kann að spila á salinn. stefán þór friðriksson Fáir hafa eflaust notið þess meira að keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum en Markús Pálsson í blönduðu liði Íslands í unglingaflokki. Íslenska liðið fékk brons og Markús var hinn kátasti með afraksturinn. „Ég er meira en sáttur með þetta. Ég ætlaði ekki tómhentur heim. Auðvitað hefði gaman að fá gull eða brons en ég fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu,“ sagði Markús í samtali við Vísi. Íslenska hækkaði heildareinkunn sína verulega frá undankeppni. „Við stilltum hausinn og vorum algjörlega í „sóninu“ í dag. Við negldum dýnuna þar sem við vorum aðeins slappari síðast. Trampólínið var samt betra í undanúrslitunum. En annars var þetta mjög góður árangur hjá okkar liði. Ég er mjög sáttur.“ Íslenska liðið var ekki langt frá því sænska sem endaði í 2. sæti, aðeins 0.600. Markús neitar því ekki að hann hefði viljað fá silfrið. Allir með!stefán þór friðriksson „Við vorum mjög nálægt. Við fengum aðeins minna á trampólíni en svona er þetta sport,“ sagði Markús. Hann var í miklum fíling í undankeppninni eins og áður hefur verið fjallað um. Hann naut þess ekki síður að keppa í kvöld. „Núna fékk ég að vera í sex umferðum sem er risastórt. Ég lenti ekki alveg öllu og get gert miklu betur en svona er þetta. Það var meiri stemmning í stúkunni og þetta var geggjað,“ sagði Markús. Áður en viðtalið hófst góluðu liðsmenn annarra liða „Krúsi, Krúsi“ við góðar undirtektir hans. Markús virðist algjörlega hafa slegið í gegn á EM með mikilli keppnisgleði og einlægri ástríðu. „Ég hef farið á síðustu þrjú stórmót bara sem áhorfandi og búinn að kynnast fullt af fólki frá öllum þessum löndum og halda sambandi við það. Og þau þekkja mig sem Krúsa,“ sagði Markús, eða Krúsi. Krúsi í ham.stefán þór friðriksson Aðeins tæpt ár er í næsta Evrópumót sem fer fram í Lúxemborg. Og þar ætlar Krúsi að vera. „Ég geri mitt besta til þess. Ég held ég eigi alveg góða möguleika á að vera annað hvort í blandaða liðið eða karlaliðið og ætla að láta ljós mitt skína þar,“ sagði Krúsi að lokum. EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
„Ég er meira en sáttur með þetta. Ég ætlaði ekki tómhentur heim. Auðvitað hefði gaman að fá gull eða brons en ég fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu,“ sagði Markús í samtali við Vísi. Íslenska hækkaði heildareinkunn sína verulega frá undankeppni. „Við stilltum hausinn og vorum algjörlega í „sóninu“ í dag. Við negldum dýnuna þar sem við vorum aðeins slappari síðast. Trampólínið var samt betra í undanúrslitunum. En annars var þetta mjög góður árangur hjá okkar liði. Ég er mjög sáttur.“ Íslenska liðið var ekki langt frá því sænska sem endaði í 2. sæti, aðeins 0.600. Markús neitar því ekki að hann hefði viljað fá silfrið. Allir með!stefán þór friðriksson „Við vorum mjög nálægt. Við fengum aðeins minna á trampólíni en svona er þetta sport,“ sagði Markús. Hann var í miklum fíling í undankeppninni eins og áður hefur verið fjallað um. Hann naut þess ekki síður að keppa í kvöld. „Núna fékk ég að vera í sex umferðum sem er risastórt. Ég lenti ekki alveg öllu og get gert miklu betur en svona er þetta. Það var meiri stemmning í stúkunni og þetta var geggjað,“ sagði Markús. Áður en viðtalið hófst góluðu liðsmenn annarra liða „Krúsi, Krúsi“ við góðar undirtektir hans. Markús virðist algjörlega hafa slegið í gegn á EM með mikilli keppnisgleði og einlægri ástríðu. „Ég hef farið á síðustu þrjú stórmót bara sem áhorfandi og búinn að kynnast fullt af fólki frá öllum þessum löndum og halda sambandi við það. Og þau þekkja mig sem Krúsa,“ sagði Markús, eða Krúsi. Krúsi í ham.stefán þór friðriksson Aðeins tæpt ár er í næsta Evrópumót sem fer fram í Lúxemborg. Og þar ætlar Krúsi að vera. „Ég geri mitt besta til þess. Ég held ég eigi alveg góða möguleika á að vera annað hvort í blandaða liðið eða karlaliðið og ætla að láta ljós mitt skína þar,“ sagði Krúsi að lokum.
EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira