Blóðmerahald – Hvað segja vísindin? Rósa Líf Darradóttir skrifar 16. desember 2021 07:30 Markmiðið með þessari grein er að sýna fram á það á vísindalegum grunni að blóðtaka úr fylfullum hryssum ein og sér er dýraníð. Óháð meðhöndlun, meðferð eða nýtingu afurða. Hversu mikið blóð hefur íslenski hesturinn? Í umræðunni hefur verið talað um að heildarblóðmagn íslenskra hesta sé í kringum 35- 37 lítrar. Ég hef reynt að afla mér heimilda varðandi blóðmagn íslenska hestsins. Samkvæmt rannsóknum má reikna með að hestar hafi að jafnaði 75-80 ml af blóði á kg. Íslenski hesturinn er að meðaltali 350 kg. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að heildarblóðmagn sé um 26–28 lítrar. Því hefur blóðmagn íslenska hestsins verið ofmetið. Við blóðtöku hérlendis eru fjarlægðir fimm lítrar af blóði vikulega yfir tveggja mánaða tímabil. Þetta er gert allt að átta sinnum og heildarblóðtaka því samtals 40 lítrar yfir tímabilið. Um 18.5 % af heildarmagni blóðs er fjarlægt í hverri blóðtöku. Til samanburðar má geta þess að karlmenn gefa um 9% af blóði sínu við blóðgjöf eða 450 ml af þeim 5 lítrum sem eru í mannslíkamanum. Fyrir heilbrigðan karlmann tekur það 4-8 vikur að vinna upp þetta blóðtap. Þeir mega því gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Konur mega gefa blóð á fjögurra mánaða fresti en þungaðar konur mega aldrei gefa blóð. Ástæðan fyrir því er að einn algengasti fylgikvilli meðgöngu er blóðleysi. Miðað við þekkingu mína á blóðhag manna á ég í erfiðleikum með að trúa því að blóðtakan hafi engin áhrif á hryssurnar og er ég sannfærð um hryssurnar finni fyrir þessum blóðmissi. Hvernig er að vera blóðlítill? Þjáning fylgir blóðleysi. Einkenni eru m.a. hraður hjartsláttur, kuldatilfinning, hungur, þorsti, þreyta, svimi, slappleiki og mæði. Einkenni eru jafnan meiri við hraðan blóðmissi. Ætla má að erfitt sé fyrir fylfulla meri sem folald gengur undir að vinna upp þetta blóðtap. Rétt er að geta þess að holdafar hefur lítið með blóðhag að gera. Það að hryssur séu í eðlilegum holdum segir ekki endilega til um ástand blóðhags. Læknar flokka blæðingarlost í fjóra flokka. Blóðtap upp á 18.5% tilheyrir flokki tvö (15- 30% blóðtap). Hér má búast við að sjá hraðan hjartslátt, aukna öndunartíðni, minnkaðan þvagútskilnað, breytingar á andlegri líðan, kvíða og jafnvel ofkælingu. Eru hestar virkilega það ólíkir okkur mannfólkinu að þeir finna ekki fyrir þessu? Geta hryssurnar raunverulega unnið upp þetta mikla blóðtap vikulega, átta skipti í senn? Hvað segja rannsóknir? Ísteka fullyrðir að “Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum hafa sýnt fram á að blóðgjafirnar hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin þeirra stækka eins og önnur folöld.” Til varnar blóðmerahaldi hefur verið vitnað í rannsóknir um þennan búskap. Ég hef ítrekað kallað eftir upplýsingum um rannsóknir og gögnum þeim tengdum, bæði hjá Ísteka og MAST. Einnig hef ég reynt að setja mig í samband við dýralækna hjá stofnuninni og ennþá engin svör fengið. Sömu sögu er að segja af samskiptum við þingmenn sem vitnað hafa til rannsókna í andsvörum sínum við frumvarpi um bann blóðmerabúskapar. Enginn hefur getað bent mér á þessar rannsóknir. Erlendis hefur blóðtaka hrossa verið rannsökuð. Hér skal vitnað til nokkurra þeirra. Á vegum háskóla og samtaka dýralækna í fimm löndum var gerð rannsókn á velferð hryssa við blóðtöku árið 2019. Þar kemur fram að ekki megi fjarlægja meira en 6.1 líter á tveggja vikna fresti hjá merum sem eru 1000 kg (ath. íslenski hesturinn er 350 kg). Það er það magn sem hægt er að fjarlægja án þess að raska lífeðlisfræðilegu jafnvægi líkama hestsins. Þarna eru mörkin dregin við 8% blóðmagn á 2 vikna fresti. Sömu aðilar birtu nýja vísindagrein nú á árinu og þar kemur fram að aldraðar hryssur og fylfullar hryssur hafa allt að 15% minna blóð en heilbrigðar ungar hryssur. Taka þarf tillit til þessa þegar að magn blóðs í blóðtöku er ákveðið. Dýralæknadeild í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum birti árið 2017 verklagsreglur um blóðtöku hrossa. Þar segir að fjalægja megi að hámarki 10% af heildarmagni blóðs einu sinni í mánuði. Þar segir einnig að ef blóðtökur eigi að framkvæma vikulega þá megi að hámarki fjarlægja 7.5 % blóðs. Rannsóknarteymi frá “National center for the replacement refinement and reduction of animals in research” hefur birt verklagsreglur um hámarksmagn blóðs sem fjarlægja má í einni blóðtöku. Samkvæmt þeim má fjarlægja 3.375 ml – 4.500 ml og aldrei meira en 10% af heildarblóði. Í ljósi vísindarannsókna sem hér hefur verið vitnað til eru fullyrðingar Ísteka ótrúverðugar. Blóðtaka á vegum fyrirtækisins er langt yfir ráðlögðum mörkum og útilokað að ætla að neikvæð áhrif á heilsu hryssanna séu engin. Áskorun til MAST og Ísteka Það vekur undrun mín að ennþá hafi engin gögn verið birt. MAST hefur nú svarað fjölmiðlum og segist hafa þau gögn undir höndum en einhverra hluta vegna ekki ennþá gert þau opinber. Hvernig er hægt að réttlæta þessar blóðtökur ef þær stangast á við vísindin? Hvernig má það vera að við leyfum okkur að ganga mikið lengra en verklagsreglur um blóðtökur hrossa leggja upp með? Það er ekki síður mikilvægara að hafa rannsóknir á bakvið þessar blóðtökur, þar sem um er að ræða einstaklinga sem ekki geta tjáð sig á tungumáli sem við skiljum. Að lokum vil ég skora á MAST og Ísteka að birta þessar rannsóknir fyrir almenningi ef þær eru til. Það er ólíðandi í vísindastarfi að vitna í rannsóknir og færa ekki fram heimildir. Heimildir má nálgast hér: https://www.nc3rs.org.uk/blood-sample-volumes https://ouv.vt.edu/content/dam/ouv_vt_edu/sops/large-animal/sop-equine-blood-collection.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31805698/ https://www.mdpi.com/2076-2615/11/5/1466 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK470382/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18466177/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10818399/ Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Markmiðið með þessari grein er að sýna fram á það á vísindalegum grunni að blóðtaka úr fylfullum hryssum ein og sér er dýraníð. Óháð meðhöndlun, meðferð eða nýtingu afurða. Hversu mikið blóð hefur íslenski hesturinn? Í umræðunni hefur verið talað um að heildarblóðmagn íslenskra hesta sé í kringum 35- 37 lítrar. Ég hef reynt að afla mér heimilda varðandi blóðmagn íslenska hestsins. Samkvæmt rannsóknum má reikna með að hestar hafi að jafnaði 75-80 ml af blóði á kg. Íslenski hesturinn er að meðaltali 350 kg. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að heildarblóðmagn sé um 26–28 lítrar. Því hefur blóðmagn íslenska hestsins verið ofmetið. Við blóðtöku hérlendis eru fjarlægðir fimm lítrar af blóði vikulega yfir tveggja mánaða tímabil. Þetta er gert allt að átta sinnum og heildarblóðtaka því samtals 40 lítrar yfir tímabilið. Um 18.5 % af heildarmagni blóðs er fjarlægt í hverri blóðtöku. Til samanburðar má geta þess að karlmenn gefa um 9% af blóði sínu við blóðgjöf eða 450 ml af þeim 5 lítrum sem eru í mannslíkamanum. Fyrir heilbrigðan karlmann tekur það 4-8 vikur að vinna upp þetta blóðtap. Þeir mega því gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Konur mega gefa blóð á fjögurra mánaða fresti en þungaðar konur mega aldrei gefa blóð. Ástæðan fyrir því er að einn algengasti fylgikvilli meðgöngu er blóðleysi. Miðað við þekkingu mína á blóðhag manna á ég í erfiðleikum með að trúa því að blóðtakan hafi engin áhrif á hryssurnar og er ég sannfærð um hryssurnar finni fyrir þessum blóðmissi. Hvernig er að vera blóðlítill? Þjáning fylgir blóðleysi. Einkenni eru m.a. hraður hjartsláttur, kuldatilfinning, hungur, þorsti, þreyta, svimi, slappleiki og mæði. Einkenni eru jafnan meiri við hraðan blóðmissi. Ætla má að erfitt sé fyrir fylfulla meri sem folald gengur undir að vinna upp þetta blóðtap. Rétt er að geta þess að holdafar hefur lítið með blóðhag að gera. Það að hryssur séu í eðlilegum holdum segir ekki endilega til um ástand blóðhags. Læknar flokka blæðingarlost í fjóra flokka. Blóðtap upp á 18.5% tilheyrir flokki tvö (15- 30% blóðtap). Hér má búast við að sjá hraðan hjartslátt, aukna öndunartíðni, minnkaðan þvagútskilnað, breytingar á andlegri líðan, kvíða og jafnvel ofkælingu. Eru hestar virkilega það ólíkir okkur mannfólkinu að þeir finna ekki fyrir þessu? Geta hryssurnar raunverulega unnið upp þetta mikla blóðtap vikulega, átta skipti í senn? Hvað segja rannsóknir? Ísteka fullyrðir að “Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum hafa sýnt fram á að blóðgjafirnar hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin þeirra stækka eins og önnur folöld.” Til varnar blóðmerahaldi hefur verið vitnað í rannsóknir um þennan búskap. Ég hef ítrekað kallað eftir upplýsingum um rannsóknir og gögnum þeim tengdum, bæði hjá Ísteka og MAST. Einnig hef ég reynt að setja mig í samband við dýralækna hjá stofnuninni og ennþá engin svör fengið. Sömu sögu er að segja af samskiptum við þingmenn sem vitnað hafa til rannsókna í andsvörum sínum við frumvarpi um bann blóðmerabúskapar. Enginn hefur getað bent mér á þessar rannsóknir. Erlendis hefur blóðtaka hrossa verið rannsökuð. Hér skal vitnað til nokkurra þeirra. Á vegum háskóla og samtaka dýralækna í fimm löndum var gerð rannsókn á velferð hryssa við blóðtöku árið 2019. Þar kemur fram að ekki megi fjarlægja meira en 6.1 líter á tveggja vikna fresti hjá merum sem eru 1000 kg (ath. íslenski hesturinn er 350 kg). Það er það magn sem hægt er að fjarlægja án þess að raska lífeðlisfræðilegu jafnvægi líkama hestsins. Þarna eru mörkin dregin við 8% blóðmagn á 2 vikna fresti. Sömu aðilar birtu nýja vísindagrein nú á árinu og þar kemur fram að aldraðar hryssur og fylfullar hryssur hafa allt að 15% minna blóð en heilbrigðar ungar hryssur. Taka þarf tillit til þessa þegar að magn blóðs í blóðtöku er ákveðið. Dýralæknadeild í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum birti árið 2017 verklagsreglur um blóðtöku hrossa. Þar segir að fjalægja megi að hámarki 10% af heildarmagni blóðs einu sinni í mánuði. Þar segir einnig að ef blóðtökur eigi að framkvæma vikulega þá megi að hámarki fjarlægja 7.5 % blóðs. Rannsóknarteymi frá “National center for the replacement refinement and reduction of animals in research” hefur birt verklagsreglur um hámarksmagn blóðs sem fjarlægja má í einni blóðtöku. Samkvæmt þeim má fjarlægja 3.375 ml – 4.500 ml og aldrei meira en 10% af heildarblóði. Í ljósi vísindarannsókna sem hér hefur verið vitnað til eru fullyrðingar Ísteka ótrúverðugar. Blóðtaka á vegum fyrirtækisins er langt yfir ráðlögðum mörkum og útilokað að ætla að neikvæð áhrif á heilsu hryssanna séu engin. Áskorun til MAST og Ísteka Það vekur undrun mín að ennþá hafi engin gögn verið birt. MAST hefur nú svarað fjölmiðlum og segist hafa þau gögn undir höndum en einhverra hluta vegna ekki ennþá gert þau opinber. Hvernig er hægt að réttlæta þessar blóðtökur ef þær stangast á við vísindin? Hvernig má það vera að við leyfum okkur að ganga mikið lengra en verklagsreglur um blóðtökur hrossa leggja upp með? Það er ekki síður mikilvægara að hafa rannsóknir á bakvið þessar blóðtökur, þar sem um er að ræða einstaklinga sem ekki geta tjáð sig á tungumáli sem við skiljum. Að lokum vil ég skora á MAST og Ísteka að birta þessar rannsóknir fyrir almenningi ef þær eru til. Það er ólíðandi í vísindastarfi að vitna í rannsóknir og færa ekki fram heimildir. Heimildir má nálgast hér: https://www.nc3rs.org.uk/blood-sample-volumes https://ouv.vt.edu/content/dam/ouv_vt_edu/sops/large-animal/sop-equine-blood-collection.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31805698/ https://www.mdpi.com/2076-2615/11/5/1466 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK470382/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18466177/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10818399/ Höfundur er læknir.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar