Lancashire-rósin stefnir á fyrsta sigurinn sinn á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2021 14:30 Lisa Ashton tekur í spaðann á Adam Hunt eftir viðureign þeirra í 1. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í fyrra. getty/KIERAN CLEEVES Önnur tveggja kvenna sem keppa á heimsmeistaramótinu í pílukasti, Lisa Ashton, mætir til leiks í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Ashton keppir á HM en hún bíður enn eftir sínum fyrsta sigri á stóra sviðinu. Hún tapaði fyrir Jan Dekker, 3-1, á HM 2019 og 3-2 fyrir Adam Hunt á HM í fyrra. Hin 51 árs Ashton mætir Ron Meulenkamp frá Hollandi í næstsíðustu viðureign dagsins og er klár í slaginn. „Þetta verður meira spennandi í ár því áhorfendur eru komnir aftur. Ég hlakka mikið til,“ sagði Ashton í samtali við Sky Sports. „Ég undirbý mig fyrir leikinn gegn Ron eins og hvern annan leik. Ég hef spilað við hann áður og veit hvernig hann spilar. Hann er frekar hægur. En það skiptir ekki máli, ég spila bara minn leik og geri það sem ég geri alltaf.“ Very pleased to have qualified for the 2021/22 @WilliamHill World Darts Championships. Really looking forward to it pic.twitter.com/Cxzhv35q14— Lisa Ashton (@LisaAshton180) October 24, 2021 Ashton, eða Lancashire-rósin eins og hún er kölluð, stefnir á að vinna sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Og ef það gerist mætir hún Michael Smith í næstu umferð. „Ég kem inn í leikinn með það að markmiði að koma á óvart. En ég er líka reyndari því ég veit hvernig þetta er og hvernig spilamennska mín er. Mér líður nokkuð vel og vonast til að komast yfir hjallann að þessu sinni,“ sagði Ashton. Hin konan á HM, Fallon Sherrock, mætir til leiks á sunnudagskvöldið þegar hún mætir goðsögninni Steve Beaton sem er á sínu 31. heimsmeistaramóti. Sherrock sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þegar hún vann tvær viðureignir. Viðureign Ashtons og Meulenkamps hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt verður beint frá öllum átta viðureignum dagsins á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem Ashton keppir á HM en hún bíður enn eftir sínum fyrsta sigri á stóra sviðinu. Hún tapaði fyrir Jan Dekker, 3-1, á HM 2019 og 3-2 fyrir Adam Hunt á HM í fyrra. Hin 51 árs Ashton mætir Ron Meulenkamp frá Hollandi í næstsíðustu viðureign dagsins og er klár í slaginn. „Þetta verður meira spennandi í ár því áhorfendur eru komnir aftur. Ég hlakka mikið til,“ sagði Ashton í samtali við Sky Sports. „Ég undirbý mig fyrir leikinn gegn Ron eins og hvern annan leik. Ég hef spilað við hann áður og veit hvernig hann spilar. Hann er frekar hægur. En það skiptir ekki máli, ég spila bara minn leik og geri það sem ég geri alltaf.“ Very pleased to have qualified for the 2021/22 @WilliamHill World Darts Championships. Really looking forward to it pic.twitter.com/Cxzhv35q14— Lisa Ashton (@LisaAshton180) October 24, 2021 Ashton, eða Lancashire-rósin eins og hún er kölluð, stefnir á að vinna sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Og ef það gerist mætir hún Michael Smith í næstu umferð. „Ég kem inn í leikinn með það að markmiði að koma á óvart. En ég er líka reyndari því ég veit hvernig þetta er og hvernig spilamennska mín er. Mér líður nokkuð vel og vonast til að komast yfir hjallann að þessu sinni,“ sagði Ashton. Hin konan á HM, Fallon Sherrock, mætir til leiks á sunnudagskvöldið þegar hún mætir goðsögninni Steve Beaton sem er á sínu 31. heimsmeistaramóti. Sherrock sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þegar hún vann tvær viðureignir. Viðureign Ashtons og Meulenkamps hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt verður beint frá öllum átta viðureignum dagsins á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira